Úrslitadagur á Fjórðungsmóti

Verðlaunagripir mótsins sem gefnir eru til minningar um Ollu í Nýjabæ. Ljósmynd: Dóróthea Sigríður
Í dag er síðasti dagur Fjórðungsmót Vesturlands og hefst dagskrá kl. 12:00 á A úrslitum í ungmennaflokki.
Veðrið hefur leikið við mótsgesti og framkvæmd mótsins tekist með ágætum.
Hér fyrir neðan er dagskrá dagsins í dag en hann er í beinni útsendingu á EiðfaxaTV og í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans í boði Gæðingadómarafélagsins
Dagskrá:
12:00 A úrslit – Ungmennaflokkur
12:40 A úrslit – B flokkur
13:20 A úrslit – Barnaflokkur
14:00 Vallarhlé
14:30 A úrslit – Unglingaflokkur
15:10 A úrslit – A flokkur