Noregur Norska landsliðið klárt

  • 6. júlí 2025
  • Fréttir

Christina Lund og Lukku-Blesi fra Selfossi

Það styttist í heimsmeistaramótið í Sviss en það fer fram dagana 3. - 11. ágúst.

Nú fara aðildarlönd FEIF sem ætla sér að taka þátt á Heimsmeistaramótinu í Sviss að tilkynna hvaða knapar og hestar munu keppa fyrir hönd sinnar þjóðar.

NIHF eða Norska íslendshestasambandið hefur gefið út hvaða knapar og hestar munu keppa fyrir hönd Noregs á mótinu. Norðmenn tefla fram fullskipuðu liði, sjö fullorðnir og fimm ungmenni

Fullorðnir:

  • Anne Stine Haugen, Hæmir fra Hyldsbæk
  • Christina Lund, Lukku-Blesi fra Selfossi
  • Idunn Marie Pedersen, Sólon fra Lysholm
  • Martin Rønnestad, Kóngur vom Kranichtal
  • Nils Christian Larsen, Baltasar fra Sunnaholti, (til vara: Árvakur frá Auðsholtshjáleigu)
  • Stian Pedersen, Spaði frá Barkarstöðum
  • Ida-Sofie Kvande, Grímur fra Gavnholt

Vara:

  • 5-gjenger: Gunnlaugur Bjarnason, Svanur fra Kringeland
  • 4-gjenger: Gabrielle Severinsen, Tigull fra Kleiva

Ungmenni:

  • Elisa Lund Iskov, Arður frá Miklholti
  • Frøydis Musdalslien, Kormákur frá Miðhrauni
  • Julie Thorsbye Andersen, Aron frá Þóreyjarnúpi
  • Maren Brandsgård Skaug, Aþena fra Skogly
  • Saga Knutsen Eiriksdottir, Ýmir frá Selfossi

Vara:

  • Herman Gundersen, Vésteinn frá Bakkakoti

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar