Heimsmeistaramót Flóka er hæst dæmda sex vetra hryssan

  • 7. ágúst 2025
  • Fréttir
Ólga frá Lækjamóti varð önnur

Yfirlitssýningu sex vetra gamalla hryssa lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki voru þrjár hryssur sýndar. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum, líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.

Bæði þær Flóka vom Sonnenhof og Ólga frá Lækjamóti hækkuðu sínar einkunnir frá forsýningu. Sú sem hæstan dóm hlaut í þessum flokki er Flóka vom Sonnenhof, fulltrúi Þýskalands, sýnd af Jolly Schrenk. Ræktandi hennar er Gabi & Uli Kollmeyer en eigandi Janne Böckmann. Hlaut hún m.a. einkunnina 9,0 fyrir sjö þætti í hæfileikadómi og í aðaleinkunn 8,51.

Fulltrúi Íslands, Ólga frá Lækjamóti, sýnd af Benjamín Sandi Ingólfssyni varð önnur í flokknum með 8,32 í aðaleinkunn.

Lokastaða í flokki sex vetra hryssa

Land Hross Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Þýskaland Flóka vom Sonnenhof Jolly Schrenk 8,29 8,63 8,51
Ísland Ólga frá Lækjamóti Benjamín Sandur Ingólfsson 8,05 8,47 8,32
Svíþjóð Mandla från Segersgården Erlingur Erlingsson 8,13 8,05 8,08

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar