Flóka er hæst dæmda sex vetra hryssan

Yfirlitssýningu sex vetra gamalla hryssa lauk nú rétt í þessu en í þeim flokki voru þrjár hryssur sýndar. Frá og með síðasta heimsmeistaramóti eru hrossin eingöngu dæmd í hæfileikum og fylgir þeim sá sköpulagsdómur sem þau hlutu í hæsta dómi á vorsýningum, líkt og þekkist á stórmótum heima á Íslandi.
Bæði þær Flóka vom Sonnenhof og Ólga frá Lækjamóti hækkuðu sínar einkunnir frá forsýningu. Sú sem hæstan dóm hlaut í þessum flokki er Flóka vom Sonnenhof, fulltrúi Þýskalands, sýnd af Jolly Schrenk. Ræktandi hennar er Gabi & Uli Kollmeyer en eigandi Janne Böckmann. Hlaut hún m.a. einkunnina 9,0 fyrir sjö þætti í hæfileikadómi og í aðaleinkunn 8,51.
Fulltrúi Íslands, Ólga frá Lækjamóti, sýnd af Benjamín Sandi Ingólfssyni varð önnur í flokknum með 8,32 í aðaleinkunn.
Lokastaða í flokki sex vetra hryssa
Land | Hross | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Þýskaland | Flóka vom Sonnenhof | Jolly Schrenk | 8,29 | 8,63 | 8,51 |
Ísland | Ólga frá Lækjamóti | Benjamín Sandur Ingólfsson | 8,05 | 8,47 | 8,32 |
Svíþjóð | Mandla från Segersgården | Erlingur Erlingsson | 8,13 | 8,05 | 8,08 |