Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Meistaradeild TopReiter og Ungmenna verður haldin í sjötta sinn

  • 14. september 2025
  • Tilkynning

Valdimar Ómarsson formaður Meistaradeildar TopReiter og Ungmenna Atli Már Ingólfsson formaður Sörla

Samningur í höfn við þrjú hestamannafélög um keppnissvæði

Meistaradeild Topreiter og Ungmenna hefur fest sig í sessi sem gríðarsterk og glæsileg deild fyrir ungmennin okkar. Deildin er fyrir knapa á aldrinum 18-21 á því keppnisári.

Hefur stjórn Meistaradeildar TopReiter og Ungmenna gert samninga við stjórnir Spretts, Sörla og Harðar að halda keppnisgreinarnar og eru eftirfarandi dagsetningar fyrir keppnistímabilið 2026:

  1. Fjórgang: 7. Febrúar 2026
  2. Fimmgangur: 1. Mars 2026
  3. Gæðingafimi: 13. Mars 2026
  4. Slaktaumatölt: 26. Mars 2026
  5. Tölt: 12. Apríl 2026
  6. Skeiðgreinar: Apríl 2026

Valdimar Ómarsson formaður Meistaradeildar TopReiter og Ungmenna Jón Geir Sigurjónsson formaður Harðar

Áhugasamir knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri af löglegum mótum ársins 2025. Allir sækja um sem einstaklingar en þátttakendur velja sig sjálfir saman í lið að inngöngu lokinni.Hvert lið er skipað fjórum knöpum.

Reglur deildarinnar verða kynntar vel á fundi í Veislusal Spretts kl 20.00 þriðjudaginn 23 September 2025 sem er jafnframt aðalfundur meistaradeildar TopReiter og Ungmenna. Eftir aðalfundinn verður opnað fyrir umsóknir knapa og er umsóknarfrestur til 15. október 2025.

Óskum við eftir að þeir knapar sem ætla að taka þátt 2026 mæti á fundinn, þó svo að liðin séu jafnvel ekki fullmönnuð ennþá.

Á fundinum verður valið í stjórn fyrir starfsári 2026 hvetjum alla áhugasama til að mæta á fundinn.

Stjórn Meistaradeildar TopReiter og Ungmenna

Valdimar Ómarsson formaður Meistaradeildar TopReiter og Ungmenna Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður Spretts Anika Hrund Ómarsdóttir stjórnarmaður í Meistaradeild Topreiter Þórdís Anna Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka Spretts

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar