Dalvar efstur í fimm vetra flokki stóðhesta

  • 9. október 2025
  • Fréttir
Hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur fyrr og síðar

Í flokki fimm vetra gamalla stóðhesta voru þeir alls 117 talsins hestarnir sem fullnaðardóm hlutu í ár á Íslandi. Þeirra hæst dæmdur er Dalvar frá Efsta-Seli sýndur af Daníel Jónssyni sem er ræktandi hans ásamt Hilmari Sæmundssyni og eigandi ásamt Ásbirni Helga Árnasyni. Dalvar er undan Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og Lóu frá Efsta-Seli.

Dalvar hlaut 9,01 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,5 fyrir hófa og prúðleika en auk þess hlaut hann 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend, samræmi og fótagerð. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,98 of þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja og fet og 9,0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Aðaleinkunn hans er 8,99 og varð hann með því hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur allra tíma og sló út 14 ára gamalt met Spuna frá Vesturkoti.

 

Hæst dæmdu fimm vetra stóðhestar ársins

 

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn 
Dalvar Efsta-Seli Daníel Jónsson 9.01 8.98 8.99
Börkur Kráku Viðar Ingólfsson 8.54 8.95 8.81
Miðill Hrafnagili Árni Björn Pálsson 8.63 8.71 8.68
Dans Snartartungu Þorgeir Ólafsson 8.68 8.52 8.58
Svartur Vöðlum Guðmundur Friðrik Björgvinsson 8.56 8.55 8.56
Njörður Hrísakoti Flosi Ólafsson 8.4 8.61 8.54
Viktor Hamarsey Helga Una Björnsdóttir 8.61 8.48 8.53
Víkingur Hofi I Teitur Árnason 8.54 8.49 8.51
Flygill Íbishóli Glódís Rún Sigurðardóttir 8.46 8.5 8.49
Þorinn Tunguhálsi II Teitur Árnason 8.39 8.48 8.45

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar