Skýr með flest sýnd afkvæmi

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi í kynbótadómi í ár, eða 50 talsins, en alls voru 272 feður á bak við sýnd kynbótahross í ár.
Alls komu 1.093 hross til dóms en haldnar voru 16 sýningar um landið. Alls var felldur 1.331 dómur en fleiri dómar hafa ekki verið felldir á ári á milli Landsmóta síðan 2013.
Alls 272 feður voru á bak við sýnd hross í ár og í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þá stóðhesta sem skiluðu átta eða fleiri hrossum til dóms en flest hrossin voru undan Skýr frá Skálakoti. Ef þeir stóðhestar eru skoðaðir sem skiluðu flestum fjögurra vetra hrossum til dóms í ár, þá var það Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum með 13 fjögurra vetra afkvæmi. Næstur kemur Þráinn frá Flagbjarnarholti með 10 afkvæmi, Skýr frá Skálakoti með átta og Hannibal frá Þúfum með fimm afkvæmi.
Stóðhestur Fjöldi afkvæma
Skýr frá Skálakoti 50
Kveikur frá Stangarlæk 1 43
Þráinn frá Flagbjarnarholti 29
Hrannar frá Flugumýri 25
Draupnir frá Stuðlum 25
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 23
Skaginn frá Skipaskaga 21
Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 19
Óskasteinn frá Íbishóli 18
Apollo frá Haukholtum 17
Kiljan frá Steinnesi 16
Hringur frá Gunnarsstöðum 14
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu 13
Útherji frá Blesastöðum 1A 13
Brimnir frá Efri-Fitjum 12
Pensill frá Hvolsvelli 12
Trymbill frá Stóra-Ási 11
Hreyfill frá Vorsabæ 11
Dofri frá Sauðárkróki 11
Stáli frá Kjarri 10
Ómur frá Kvistum 10
Arion frá Eystra-Fróðholti 10
Konsert frá Hofi 10
Forkur frá Breiðabólsstað 10
Loki frá Selfossi 9
Ljósvaki frá Valstrýtu 9
Þór frá Torfunesi 9
Spaði frá Stuðlum 9
Blakkur frá Þykkvabæ 9
Fenrir frá Feti 9
Sjóður frá Kirkjubæ 8
Glúmur frá Dallandi 8
Viðar frá Skör 8
Styrkur frá Leysingjastöðum 8