Áhugamannadeild Norðurlands Áhugamannadeild Norðurlands 2026

  • 17. október 2025
  • Fréttir
Umsóknum eða staðfestingum skal skilað inn fyrir 31.október
Undirbúningur fyrir Áhugamannadeild Norðurlands tímabilið 2026 er kominn af stað og eru áætlaðar dagsetningar:
21.febrúar / Fjórgangur Akureyri
14.mars / Fimmgangur Sauðárkróki
11.apríl / Tölt Akureyri
Áhugamannadeild Norðurlands óskar eftir umsóknum frá þeim liðum sem hafa áhuga á að taka þátt í deildinni keppnisárið 2026. Lokafrestur til að skila inn umsókn ásamt liðsmönnum er 31. október 2025.
Þau lið sem tóku þátt á síðasta tímabili hafa þátttökurétt áfram en þurfa þau að staðfesta fyrir sama tíma hvort þau ætli sér að halda áfram ásamt liðsskipan.
Umsóknum & staðfestingum skal skila á netfangið adnordurlands@gmail.com fyrir 31.október.
Stjórn ÁD norðurlands

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar