Íslandsmót Sörli heldur Íslandsmót 17. til 21. júní

  • 27. október 2025
  • Fréttir

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna verður haldið á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði dagana 17. til 21. júní 2026.

Sumarið 2026 er landsmótsár og er Íslandsmótið nú tímasett á undan Landsmóti, er þetta tilraun til að gera mótinu hærra undir höfði. Í góðu samráði hestamannafélaganna Sörla, Fáks og LH hefur verið ákveðið að stærsta íþróttamót ársins, Reykjavíkurmót Fáks, verði haldið dagana 1. til 7. júní, til að skapa rými fyrir Íslandmót í júní. Þannig er það von allra sem að þessu koma að Íslandsmót njóti þess rýmis og þeirrar athygli sem slíku móti sæmir.

Lágmörk inn á Íslandsmót verða að venju gefin út af keppnisnefnd LH í febrúar nk. og skal árangur keppnispars miðast við annan mánudag áður en keppni hefst, skv. reglugerð um Íslandsmót, eða 8. júní.

Mótanefndir eru hvattar til að hafa dagsetningu Íslandsmóts og Reykjavíkurmóts í huga þegar niðurröðun úrtökumóta fyrir Landsmót er ákveðin.

 

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar