Svíþjóð Caspar er knapi ársins í Svíþjóð

  • 2. desember 2025
  • Fréttir

Caspar fagnar því að vera knapi ársins í Svíþjóð

Haustráðstefna og uppskeruhátíð Svía fór fram um helgina í Stokkhólmi. Þar var margt um manninn og hátíðin einkar glæsileg og þá sérstaklega í ljósi þess að sænsku íslandshesta samtökin fögnuðu 50 ára afmæli á árinu. Blaðamenn Eiðfaxa voru á svæðinu og tóku hin ýmsu viðtöl sem birtast munu á vefnum og á sjónvarpsstöð Eiðfaxa á næstu dögum og vikum.

Heiðraðir voru þeir knapar sem þóttu skara fram úr á árinu og knapi ársins varð Caspar Logan Hegardt. Hans stærsti sigur á árinu var það að fagna heimsmeistaratitli í samanlögðum fimmgangsgreinum á Odda från Skeppargården. Caspar var einnig útnefndur íþróttaknapi ársins í Svíþjóð. Tveir Íslendingar náðu sér í verðlaun á uppskeruhátíðinni en það voru þeir Erlingur Erlingsson og James Bóas Faulkner, Erlingur var útnefndur kynbótaknapi ársins og James Bóas gæðingaknapi ársins.

Þá var Sundabakki útnefnd ræktunarbú ársins í Svíþjóð.

Eftirtaldir knapar hlutu verðlaun.

Fullorðnir:

Knapi ársins: Caspar Logan Hegardt
Íþróttaknapi ársins: Capsar Logan Hegardt
Gæðingaknapi ársins: James Bóas Faulkner
Kynbótaknapi ársins: Erlingur Erlingsson

Ungmenni:

Íþróttaknapi ársins: Tova Ivarsson
Gæðingaknapi ársins:  Klara Nydahl

Unglingar:

Íþróttaknapi ársins: Minna Gustavsson
Gæðingaknapi ársins: Hilma Pettersson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar