Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Í dag eru tvær vikur í það að fyrsta keppnisgrein í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fari fram í HorseDay höllinni að Ingólfshvoli og að sjálfsögðu í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Í fyrra var það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðstöðum sem sigraði keppinauta sína í þessari grein nokkuð örugglega með 8,03 í einkunn í úrslitum. Annar varð Jón Ársæll Bergmann á Halldóru frá Hólaborg með 7,60 í einkunn og í þriðja sætinu varð svo Eyrún Ýr Pálsdóttir á Drang frá Steinnesi með 7,53 í einkunn en hún stóð að lokum uppi sem heildarsigurvegari Meistaradeildarinnar árið 2025.
Til þess að hita upp fyrir fyrsta keppniskvöldið er gott að rifja upp helstu hápunktanna frá því í fyrra sem sjá má í myndbandi hér að neðan.
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn