Hestamannafélagið Sleipnir Guðmunda Ellen með sýnikennslu á Selfossi

  • 20. janúar 2026
  • Tilkynning

Fimmtudagskvöldið 29. janúar mun Guðmunda Ellen Sigurðardóttir halda sýnikennslu í reiðhöllinni að Brávöllum á Selfossi. Guðmunda Ellen er einn fremsti knapi landsins um þessar mundir og hefur náð eftirtektarverðum árangri í keppni undanfarin ár.

Meðal afreka hennar má nefna sigur á Landsmóti hestamanna í ungmennaflokki, Íslandsmeistaratitil í fjórgangi í meistaraflokki auk þess sem hún hefur keppt fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti og Norðurlandamóti í ungmennaflokki.

Á sýnikennslunni gefst áhugasömum kostur á að skyggnast inn í þjálfunarvinnu Guðmundu Ellenar og fá innsýn í vinnubrögð knapa sem hefur náð langt á keppnisvellinum. Sýnikennslan hefst klukkan 19:00.

Aðgangseyrir er 2.500 krónur, en 1.000 krónur fyrir 18 ára og yngri. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í fróðlegu og spennandi kvöldi.

Sýnikennslan er á vegum fræðslunefndar Sleipnis og fer fram á Selfossi, frekari upplýsingar má nálgast á facebook viðburði með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar