Garri frá Reykjavík hlýtur heiðursverðlaun

Garri frá Reykjavík er einn af þeim stóðhestum sem hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hann á 136 dæmd afkvæmi og er með 123 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Garri er fæddur árið 1998 og er því á 21. vetri. Ræktandi hans er Berglind Ágústsdóttir en eigendur eru Jóhann R. Skúlason og Ove Lorentzen.
Garri er undan heiðursverðlaunahestinum Orra frá Þúfu og heiðursverðlaunahryssunni Ísold frá Gunnarsholti.
Hann var fluttur úr landi árið 2002 þegar hann var fjögurra vetra. Hann kom fyrst til dóms fimm vetra gamall í danmörku og hlaut þá 8,05 fyrir sköpulag, 8,45 fyrir hæfileka og í aðlaleinkunn 8,29. Sýnandi var Jóhann Rúnar Skúlason. Árið 2007 hlaut hann sinn hæsta dóm hlaut hann þá 8,35 fyrir sköpulag, 9,05 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,77. Hlaut hann 9,5 fyrir eiginleikanna prúðleika, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Sýnandi var Jóhann Skúlason.
Eiðfaxi óskar ræktendum og eigendum Garra til hamingju með árangurinn.