Unghrossakeppni í Eyrarmótaröðinni

Laugardaginn 7.mars var haldin fjórða keppnin í Eyrarmótaröðinni þegar keppt var í unghrossakeppni. Keppt var eftir reglum sem útskriftarárgangur Hólaskóla 2019 setti saman. Í þessari skemmtilegu grein gefst tækifæri til þess að koma með hross á 5. og 6. vetur og ríða þeim á því þjálfunarstigi sem þau eru þá stundina á uppbyggilegan hátt. Dómarar dagsins Sina Scholz og Artimisia Bertus lýstu hestunum á meðan þeir voru í brautinni og gáfu einkunnir um leið þannig að áhorfendur og keppendur fengu að heyra tölur um leið. Veglegir vinningar voru veittir frá Hrímnir fyrir efstu sæti í öllum flokkum og fá þeir bestu þakkir fyrir það sem og dómararnir.
5 Vetra Klárhross
- Alexander Uekötter og Ölur frá Reykjavöllum 7,40
- Björg Ingólfsdóttir og Lyfting frá Dýrfinnustöðum 6,80
- Gunnlaugur Bjarnason og Vitaskuld frá Efri-Brúnavöllum II 6,80
- Birna Olivia Ödqvist Agnarsdóttir og Gefjun frá Hólum 6,40
- Elín Sif Holm Larsen og Leiftur frá Lækjamóti 6,30
- Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prins frá Fagranesi 5,80
- Liva Nielsen og Óskhyggja frá Íbishóli 5,80
- Eva María Aradóttir og Ullur frá Hólum 5,60
- Marthe Skjæveland og Andrá frá Hólum 4,60

5 Vetra Alhliðahross
- Guðbjörn Tryggvason og Klara frá Kirkjufelli 6,33
- Vera Evi Schneiderchen og Stjarna frá Syðra-Holti 5,83

6 Vetra Klárhross
- Matthilde Hognestad og Oddi frá Kálfsstöðum 7,40
- Guðmar Freyr Magnússon og Sigur Ósk frá Íbishóli 7,10
- Kathrine Vittrup og Viska frá Hestkletti 6,90
- Julian Veith og Páfi frá Breiðholti í Flóa 6,80
- Sofia Hallin og Sóley frá Oddsstöðum 6,50
- Ásdís Brynja Jónsdóttir og Kafteinn frá Hofi 6,30

6 Vetra Alhliðahross
- Þorsteinn Björn Einarsson og Snilld frá Egilsstaðakoti 6,67
- Guðmar Freyr Magnúsosn og Kristall frá Steinnesi 5,67
