Unghrossakeppni í Eyrarmótaröðinni

  • 9. mars 2020
  • Fréttir

Laugardaginn 7.mars var haldin fjórða keppnin í Eyrarmótaröðinni þegar keppt var í unghrossakeppni. Keppt var eftir reglum sem útskriftarárgangur Hólaskóla 2019 setti saman. Í þessari skemmtilegu grein gefst tækifæri til þess að koma með hross á 5. og 6. vetur og ríða þeim á því þjálfunarstigi sem þau eru þá stundina á uppbyggilegan hátt. Dómarar dagsins Sina Scholz og Artimisia Bertus lýstu hestunum á meðan þeir voru í brautinni og gáfu einkunnir um leið þannig að áhorfendur og keppendur fengu að heyra tölur um leið. Veglegir vinningar voru veittir frá Hrímnir fyrir efstu sæti í öllum flokkum og fá þeir bestu þakkir fyrir það sem og dómararnir.

5 Vetra Klárhross

  1. Alexander Uekötter og Ölur frá Reykjavöllum 7,40
  2. Björg Ingólfsdóttir og Lyfting frá Dýrfinnustöðum 6,80
  3. Gunnlaugur Bjarnason og Vitaskuld frá Efri-Brúnavöllum II 6,80
  4. Birna Olivia Ödqvist Agnarsdóttir og Gefjun frá Hólum 6,40
  5. Elín Sif Holm Larsen og Leiftur frá Lækjamóti 6,30
  6. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prins frá Fagranesi 5,80
  7. Liva Nielsen og Óskhyggja frá Íbishóli 5,80
  8. Eva María Aradóttir og Ullur frá Hólum 5,60
  9. Marthe Skjæveland og Andrá frá Hólum 4,60

5 Vetra Alhliðahross

 

  1. Guðbjörn Tryggvason og Klara frá Kirkjufelli 6,33
  2. Vera Evi Schneiderchen og Stjarna frá Syðra-Holti 5,83

6 Vetra Klárhross

  1. Matthilde Hognestad og Oddi frá Kálfsstöðum 7,40
  2. Guðmar Freyr Magnússon og Sigur Ósk frá Íbishóli 7,10
  3. Kathrine Vittrup og Viska frá Hestkletti 6,90
  4. Julian Veith og Páfi frá Breiðholti í Flóa 6,80
  5. Sofia Hallin og Sóley frá Oddsstöðum 6,50
  6. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Kafteinn frá Hofi 6,30

6 Vetra Alhliðahross

 

  1. Þorsteinn Björn Einarsson og Snilld frá Egilsstaðakoti 6,67
  2. Guðmar Freyr Magnúsosn og Kristall frá Steinnesi 5,67

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar