Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson
Egill Már Þórsson reið á vaðið í síðustu viku og sýndi á sér hina hliðina og skoraði í framhaldinu á Arnar Mána Sigurjónsson, sem tók boltann á lofti og var með svör við öllu.
Kíkjum á svör Arnars Mána
Fullt nafn: Arnar Máni Sigurjónsson
Gælunafn: Ekkert
Hestamannafélag: Fákur
Skóli: Versló
Aldur: 18 ára
Stjörnumerki: Fiskur
Samskiptamiðlar: Snapchat, Instagram, Facebook og Twitter
Uppáhalds drykkur: Grænn Kristall í dós
Uppáhalds matur: Nautakjöt með chili mæjó og bakaðari kartöflu
Uppáhalds matsölustaður: Skalli Ögurhvarfi
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Top boy
Uppáhalds tónlistarmaður: það fer alveg eftir dögum en Future er í uppáhaldi í dag
Fyndnasti Íslendingurinn: FM95Blö þríeykið
Uppáhalds ísbúð: Skalli Ögurhvarfi
Kringlan eða Smáralind: helst hvorugt
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, piparfylltar lakkrísreimar og Daim
Þín fyrirmynd: Egill Már Þórsson
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Það hefur aldrei verið gaman að keppa á móti Heiðu systur minni í neinu
Sætasti sigurinn: Að vinna Heiðu Rún á Íslandsmótinu 2013
Mestu vonbrigðin: Lokun reiðhallarinnar
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Fylkir
Uppáhalds lið í enska boltanum: Arsenal
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Þar að koma margar til greina en ég ætla að segja Hrönn frá Búlandi af því að hún er að skila mjög skemmtilegum hrossum
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Hólmsteinn Össur Kristjánsson
Besti knapi frá upphafi: Árni Björn Pálsson
Besti hestur sem þú hefur prófað: Geisli frá Miklholti, Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu og Draupnir frá Stuðlum standa uppúr hingað til
Uppáhalds staður á Íslandi: Reiðhöllin í Víðidal minnir mig
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: já fótbolta
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Líffræði
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Pass
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Kristófer Darra, Egil Má og Bergþór Atla með mér, við myndum sennilega ekki endast lengi en það yrði gaman
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er undrabarn í FIFA
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Þorgils Kári Sigurðsson kemur mér sífellt á óvart
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Myndi spyrja heilbrigðisráðherra hvaða smithætta hún heldur að sé í reiðhöllum.
Ég skora á Þorgils Kára Sigurðsson