Kalsi frá Þúfum er efstur í A-flokki gæðinga

Mette Mannseth og Kalsi frá Þúfum í fimmgangi á Íslandsmótinu Ljósmynd/Eiðfaxi
Þeir voru margir glæstir gæðingarnir sem komu fram í forkeppni í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi og litlu munar á eftu hestum.
Kalsi frá Þúfum er í forystu að forkeppni lokinni með einkunnina 8,67, knapi á honum er Mette Mannseth sem stóð efst í A-flokki á FM2017 á Trymbli frá Stóra-Ási og ætlar sér eflaust að leika þann leik aftur á syni hans Kalsa. Í öðru sæti er Glúmur frá Dallandi með sömu einkunn en lægri á aukastöfum knapi á honum er Jakob Svavar Sigurðsson. Kastor frá Garðshorni á Þelamörk er þriðji með 8,66 í einkunn en knapi hans er Konráð Valur Sveinsson skammt undan er svo Sægrímur frá Bergi með 8,64 í einkunn en Viðar Ingólfsson sýndi Sægrím.
Hér má sjá niðurstöðu í A-flokki gæðinga.
Sæti | Keppandi | Heildareinkunn |
1 | Kalsi frá Þúfum / Mette Mannseth | 8,67 |
2 | Glúmur frá Dallandi / Jakob Svavar Sigurðsson | 8,67 |
3 | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk / Konráð Valur Sveinsson | 8,66 |
4 | Sægrímur frá Bergi / Viðar Ingólfsson | 8,65 |
5 | Vegur frá Kagaðarhóli / Þórarinn Eymundsson | 8,56 |
6 | Forkur frá Breiðabólsstað / Flosi Ólafsson | 8,54 |
7 | Ronja frá Yztafelli / Fredrica Fagerlund | 8,52 |
8 | Kíkir frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson | 8,48 |
9 | Lokbrá frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson | 8,48 |
10 | Lyfting frá Kvistum / Siguroddur Pétursson | 8,42 |
11 | Þytur frá Skáney / Randi Holaker | 8,41 |
12 | Forleikur frá Leiðólfsstöðum / Hlynur Guðmundsson | 8,41 |
13 | Þróttur frá Akrakoti / Líney María Hjálmarsdóttir | 8,40 |
14 | Kolfinna frá Auðsstöðum / Flosi Ólafsson | 8,39 |
15 | Ögri frá Bergi / Gústaf Ásgeir Hinriksson | 8,38 |
16-17 | Viðar frá Hvammi 2 / Lilja Maria Suska | 8,36 |
16-17 | Teningur frá Víðivöllum fremri / Elvar Logi Friðriksson | 8,36 |
18 | Esja frá Grafarkoti / Elvar Logi Friðriksson | 8,34 |
19 | Spenna frá Blönduósi / Egill Þórir Bjarnason | 8,34 |
20 | Skutla frá Akranesi / Belinda Ottósdóttir | 8,32 |
21 | Sigur frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon | 8,30 |
22 | Kata frá Fremri-Gufudal / Styrmir Sæmundsson | 8,29 |
23 | Hnokki frá Reykhólum / Hrefna Rós Lárusdóttir | 8,27 |
24 | Kveikja frá Skipaskaga / Leifur George Gunnarsson | 8,26 |
25 | Mætta frá Bæ / Barbara Wenzl | 8,25 |
26 | Áfangi frá Víðidalstungu II / Jessie Huijbers | 8,25 |
27 | Herská frá Snartartungu / Halldór Sigurkarlsson | 8,24 |
28 | Goði frá Bessastöðum / Jóhann Magnússon | 8,22 |
29 | Ljósvíkingur frá Steinnesi / Magnús Bragi Magnússon | 8,18 |
30 | Mörk frá Hólum / Sigurður Heiðar Birgisson | 8,13 |
31 | Arnar frá Skipanesi / Guðbjartur Þór Stefánsson | 8,09 |
32 | Sæmd frá Höskuldsstöðum / Gestur Stefánsson | 8,04 |
33 | Goði frá Bjarnarhöfn / Siguroddur Pétursson | 8,00 |
34 | Páfi frá Breiðholti í Flóa / Julian Veith | 8,00 |
35 | Lykkja frá Laugarmýri / Hanna Sofia Hallin | 7,93 |
36 | Roði frá Lyngholti / Bergrún Ingólfsdóttir | 7,75 |
37 | Skuggi frá Hríshóli 1 / Lárus Ástmar Hannesson | 7,75 |
38 | Blika frá Skjólbrekku / Anita Björk Björgvinsdóttir | 7,66 |
39 | Niður frá Miðsitju / Ólafur Guðmundsson | 7,62 |
40 | Nátthrafn frá Varmalæk / Þórarinn Eymundsson | 7,57 |
41 | Konungur frá Hofi / Ásdís Brynja Jónsdóttir | 7,43 |
42 | Flóki frá Giljahlíð / Hanna Sofia Hallin | 7,43 |
43 | Hrund frá Lindarholti / Þorgeir Ólafsson | 7,25 |
44-46 | Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli / Bjarni Jónasson | 0,00 |
44-46 | Eldþór frá Hveravík / Heiðar Árni Baldursson | 0,00 |
44-46 | Korgur frá Garði / Bjarni Jónasson | 0,00 |