100 ára afmæli fjölskyldunnar Hoyos á Semriach

  • 29. september 2021
  • Fréttir

Islandpferdehof Piet Hoyos Mynd: http://piethoyos.at/

Þann 26. ágúst fagnaði Hoyos fjölskyldan 100 ára afmæli sínu á íslandshestabúgarðinum Windhof í Semriach í Austurríki. Búgarðurinn er orðinn 800 ára gamall og er staðsettur nálægt Graz á mjög fallegum stað. Búgarðurinn er heimsþekktur sem einn virtasti Íslandshestabúgarðurinn erlendis. Á staðnum er rekið svo kallað pension hesthús en um 80 hross eru á jörðinni. Þar fer fram viðamikil kennsla en staðurinn er rekin af Piet Hoyos og syni hans Pierre. Aðstaðan er vegleg en tveir hringvellir (250m. og 200m.) eru á staðnum, dressúr svæði og reiðskemma (20x40m), yfirbyggt hringgerði, skeiðvöllur (300m) og fullt af afar fallegum útreiðarleiðum.

Allir sem þekkja sögu íslenska hestsins í Austurríki komast ekki hjá því að þekkja nafn Hoyos fjölskyldunnar. Fjölskyldan hefur gert ótrúlega margt fyrir íslenska hestinn hvað varðar vinsældir hans og þróun erlendis en hún var sú fyrsta til að flytja hestinn til Austurríkis.

Árið 1921, nokkrum árum eftir að fyrri heimstyrjöldinni lauk, var jörðin keypt af Johann Graf Hoyos, sem flutti þangað með fjölskylduna sína. Það var síðan árið 1955 sem búskapur hófst á jörðinni með tveimur dráttarhrossum, beljum, kálfum og svínum. Það var ekki fyrr en árið 1957 sem að Dr. FE Hoyos fékk þá hugmynd að byrja með gistiheimili fyrir ferðalanga og knapa og það sama ár kom einnig fyrsti íslenski hesturinn á búið.

Dr. Hoyos var sá fyrsti til að byrja rækta íslenska hestinn í Austurríki og vegna þróunar í reiðmennsku, hversu auðvelt það var að ríða hestinum og sérstöku gangtegunda hans varð íslenski hesturinn gífurlega vinsæll í Austurríki. Þriðja Evrópumót íslenska hestsins, sem síðar varð heimsmeistaramót íslenska hestsins, var haldið á staðnum árið 1975. Völlurinn og aðstaða hlaut mikið lof þátttakenda og áhorfanda og er það sama upp á tengingum í dag.

Johannes Hoyos, sem í dag er alþjólegur íþróttadómari og farsæll keppnisknapi, ásamt öðrum fimm knöpum tók þátt í the Great American Horse Race á íslenska hestinum sem gerði hestinn þekktan fyrir utan landamæri Evrópu. Árið 1991, arfleiddi Dr. Hoyos syni sínum, Piet, búgarðinn og rekur hann búgarðinn í dag og ásamt syni sínum Pierre.

Til gamans má geta að þeir Johannes, Piet, Pierre og Gunnar Hoyos hafa allir keppt á heimsmeistaramóti fyrir Austurríki. Hestamannafélagið Islandpferdefreunde Steiermark er starfrækt á búgarðinum og þar hafa helstu knapar landsliðisins á heimsmeistara- og Evrópumótum verið að koma frá.

Greinin er unnin upp úr grein sem birtist á Isibless.de. 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar