„Mikill hugur í ræktendum á Íslandi“
Kynbótasýningar á Íslandi eru á næsta leyti en skráning á vorsýningar hófst í gær. Í tilefni af því heimsótti Eiðfaxi Þorvald Kristjánsson og ræddi við hann um kynbótaárið sem framundan er.
Í viðtalinu fer Þorvaldur yfir þær breytingar sem hafa orðið á kynbótadómum og er þar helst að nefna að nú þarf ekki lengur að sýna slakan taum á tölti til þess að hljóta 9,0 eða hærra fyrir tölt. Þá hvetur Þorvaldur ræktendur til þess að huga að betur að vali á stóðhestum og því að við verðum alltaf að haga það í huga að vernda erfðabreytileikann og dreifa notkun stóðhesta.
Viðtalið má hlusta á í heild sinni með því að smella á myndbandið hér að neðan.
Þetta viðtal er það fyrsta sem birtist við Þorvald um hin ýmsu mál tengd ræktunarstarfinu, fleiri viðtöl birtast næstu daga
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Brynja Kristinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun hrossabænda