Fróði frá Flugumýri efstur klárhrossa

Ráðstefnan Hrossaræktin 2021 var haldin í dag og þar fóru fram verðlaunaveitingar.
Fróði frá Flugumýri hlaut verðlaun fyrir hæstu aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt) sem klárhross. Fróði hlaut í aðaleinkunn 8,36, fyrir hæfileika 8,31 og fyrir sköpulag 8,45.
Fróði er, 4 vetra, undan Hring frá Gunnarsstöðum I og Fýsn frá Feti. Það var Eyrún Ýr Pálsdóttir sem sýndi Fróða en hún er jafnframt eigandi hans og ræktandi en Teitur Árnason er einnig ræktandi hans.
Eiðfaxi óskar aðstandendum Fróða innilega til hamingju.