Edda Hrund vann fjórganginn

Mynd: Anna Guðmundsdóttir
Fyrsta móti Equsana deildarinnar er lokið en í kvöld var keppt í fjórgangi í Samskipahöllinni í Spretti.
Eftir forkeppni var Gunnhildur Sveinbjarnadóttir og Elva frá Auðsholtshjáleigu efstar með 7,03 í einkunn en mjótt var á munum á efstu knöpum og enduðu átta knapar í a úrslitum. Í öðru sæti eftir forkeppni var Edda Hrund Hinriksdóttir á Aðgát frá Víðivöllum Fremri með 6,97 í einkunn og í því þriðja var Vilborg Smáradóttir á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði með 6,87 í einkunn. Fjórða var Kristín Ingólfsdóttir á Ásvar frá Hamrahóli með 6,77 í einkunn. Fimmti var Ríkharður Flemming Jensen á Ás frá Traðarlandi með 6,60 í einkunn. Sjötta Katrín Sigurðardóttir á Ólínu frá Skeiðvöllum með 6,57 í einkunn og jöfn í sjöunda til áttunda sæti voru þau Sandra Steinþórsdóttir á Tíbrá frá Bár og Sævar Örn Sigurvinsson á Huld frá Arabæ með 6,50 í einkunn.
Úrslitin voru hörkuspennandi en eftir brokk tók Edda Hrund forustuna og náði að halda henni út öll úrslitin með 7,17 í einkunn. Vilborg gerði góða atlögu að efsta sætinu en hún náði að saxa vel á forskot Eddu og fyrir greiða töltið var spennan mikil. Lengi er von á einum en þær Gunnhildur og Elva áttu frábæra sýningu á greiða töltinu og náðu að næla sér í silfrið og Vilborg endaði í þriðja sæti.

Glæsilegar sýningar í áhugamannadeildinni í kvöld en næsta keppni fer fram eftir tvær vikur og þá verður keppt í fimmgangi.

Liðakeppnin fór þannig að lið Heimahaga stendur efst með 116 stig en Edda Hrund og Ríkharður eru liðsmenn Heimahaga. Lið Vagna og þjónustu kemur þar á eftir með 91 stig og í þriðja sæti er lið Ganghesta með 86 stig.
Ljósmyndir: Anna Guðmundsdóttir
Niðurstöður – Úrslit – Fjórgangur – Equsana deildin
- Edda Hrund Hinriksdóttir / Aðgát frá Víðivöllum Fremri – Heimahagi 7,17
- Gunnhildur Sveinbjarnadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu – Ganghestar 7,10
- Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði / Vagnar og þjónusta – 7,00
- Kristín Ingólfsson / Ásvar frá Hamrahóli / Vagnar og þjónusta – 6,87
- Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ / Pure North – 6,80
- Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum / Stjörnublikk – 6,73
- Ríkharður Flemming Jensen / Ás frá Traðarlandi / Heimahagi – 6,67
- Sandra Steinþórsdóttir / Tíbrá frá Bár / Hrafnsholt – 6,27
Niðurstöður – Forkeppni – Fjórgangur – Equsana deildin
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Gunnhildur Sveinbjarnardó | Elva frá Auðsholtshjáleigu | 7,03 |
2 | Edda Hrund Hinriksdóttir | Aðgát frá Víðivöllum fremri | 6,97 |
3 | Vilborg Smáradóttir | Sigur frá Stóra-Vatnsskarði | 6,87 |
4 | Kristín Ingólfsdóttir | Ásvar frá Hamrahóli | 6,77 |
5 | Ríkharður Flemming Jensen | Ás frá Traðarlandi | 6,60 |
6 | Katrín Sigurðardóttir | Ólína frá Skeiðvöllum | 6,57 |
7-8 | Sandra Steinþórsdóttir | Tíbrá frá Bár | 6,50 |
7-8 | Sævar Örn Sigurvinsson | Huld frá Arabæ | 6,50 |
9 | Sævar Örn Eggertsson | Selja frá Gljúfurárholti | 6,43 |
10-11 | Guðrún Sylvía Pétursdóttir | Ási frá Þingholti | 6,40 |
10-11 | Kolbrún Grétarsdóttir | Jaðrakan frá Hellnafelli | 6,40 |
12 | Sylvía Sól Magnúsdóttir | Reina frá Hestabrekku | 6,37 |
13 | Garðar Hólm Birgisson | Kná frá Korpu | 6,20 |
14 | Sigurbjörn Viktorsson | Eygló frá Leirulæk | 6,17 |
15 | Viggó Sigurðsson | Fannar frá Blönduósi | 6,07 |
16-17 | Petra Björk Mogensen | Polka frá Tvennu | 6,03 |
16-17 | Pálmi Geir Ríkharðsson | Brynjar frá Syðri-Völlum | 6,03 |
18 | Anna Kristín Kristinsdóttir | Styrkur frá Stokkhólma | 5,97 |
19-20 | Svanhildur Hall | Krafla frá Holtsmúla 1 | 5,90 |
19-20 | Sanne Van Hezel | Sóldís frá Fornusöndum | 5,90 |
21-22 | Guðmundur Jónsson | Fannar frá Hólum | 5,83 |
21-22 | Þórdís Sigurðardóttir | Gljái frá Austurkoti | 5,83 |
23-24 | Gunnar Már Þórðarson | Júpíter frá Votumýri 2 | 5,80 |
23-24 | Darri Gunnarsson | Draumur frá Breiðstöðum | 5,80 |
25-26 | Elísabet Gísladóttir | Hrund frá Hrafnsholti | 5,77 |
25-26 | Magnús Ólason | Lukka frá Eyrarbakka | 5,77 |
27 | Patricia Ladina Hobi | Hljómur frá Hofsstöðum | 5,73 |
28 | Sigurður Halldórsson | Radíus frá Hofsstöðum | 5,70 |
29-30 | Jón Ó Guðmundsson | Happadís frá Draflastöðum | 5,63 |
29-30 | Svandís Beta Kjartansdóttir | Blæja frá Reykjavík | 5,63 |
31 | Páll Bjarki Pálsson | Knútur frá Selfossi | 5,60 |
32 | Gunnar Sturluson | Harpa frá Hrísdal | 5,57 |
33-34 | Jóna Margrét Ragnarsdóttir | Dímon frá Laugarbökkum | 5,53 |
33-34 | Soffía Sveinsdóttir | Skuggaprins frá Hamri | 5,53 |
35-36 | Bryndís Arnarsdóttir | Tvistur frá Efra-Seli | 5,50 |
35-36 | Högni Sturluson | Sjarmi frá Höfnum | 5,50 |
37 | Björg María Þórsdóttir | Styggð frá Hægindi | 5,47 |
38-39 | Halldór P. Sigurðsson | Rökkvi frá Gröf | 5,40 |
38-39 | Inga Kristín Sigurgeirsdóttir | Nína frá Áslandi | 5,40 |
40 | Hermann Arason | Krummi frá Höfðabakka | 5,37 |
41 | Þorvarður Friðbjörnsson | Játning frá Fornusöndum | 5,20 |
42 | Valdimar Ómarsson | Afródíta frá Álfhólum | 5,13 |
43 | Jónas Már Hreggviðsson | Kolbeinn frá Hrafnsholti | 5,03 |
44 | Sverrir Einarsson | Kraftur frá Votmúla 2 | 4,13 |
45 | Karl Áki Sigurðsson | Snót frá Laugardælum | 3,97 |