Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Edda Hrund vann fjórganginn

  • 3. febrúar 2022
  • Fréttir

Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Frábært fyrsta mót í Equsana deildinni

Fyrsta móti Equsana deildarinnar er lokið en í kvöld var keppt í fjórgangi í Samskipahöllinni í Spretti.

Eftir forkeppni var Gunnhildur Sveinbjarnadóttir og Elva frá Auðsholtshjáleigu efstar með 7,03 í einkunn en mjótt var á munum á efstu knöpum og enduðu átta knapar í a úrslitum. Í öðru sæti eftir forkeppni var Edda Hrund Hinriksdóttir á Aðgát frá Víðivöllum Fremri með 6,97 í einkunn og í því þriðja var Vilborg Smáradóttir á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði með 6,87 í einkunn. Fjórða var Kristín Ingólfsdóttir á Ásvar frá Hamrahóli með 6,77 í einkunn. Fimmti var Ríkharður Flemming Jensen á Ás frá Traðarlandi með 6,60 í einkunn. Sjötta Katrín Sigurðardóttir á Ólínu frá Skeiðvöllum með 6,57 í einkunn og jöfn í sjöunda til áttunda sæti voru þau Sandra Steinþórsdóttir á Tíbrá frá Bár og Sævar Örn Sigurvinsson á Huld frá Arabæ með 6,50 í einkunn.

Úrslitin voru hörkuspennandi en eftir brokk tók Edda Hrund forustuna og náði að halda henni út öll úrslitin með 7,17 í einkunn. Vilborg gerði góða atlögu að efsta sætinu en hún náði að saxa vel á forskot Eddu og fyrir greiða töltið var spennan mikil. Lengi er von á einum en þær Gunnhildur og Elva áttu frábæra sýningu á greiða töltinu og náðu að næla sér í silfrið og Vilborg endaði í þriðja sæti.

 

Glæsilegar sýningar í áhugamannadeildinni í kvöld en næsta keppni fer fram eftir tvær vikur og þá verður keppt í fimmgangi.

 

Liðakeppnin fór þannig að lið Heimahaga stendur efst með 116 stig en Edda Hrund og Ríkharður eru liðsmenn Heimahaga. Lið Vagna og þjónustu kemur þar á eftir með 91 stig og í þriðja sæti er lið Ganghesta með 86 stig.


Ljósmyndir: Anna Guðmundsdóttir

 

Niðurstöður – Úrslit – Fjórgangur – Equsana deildin

  1. Edda Hrund Hinriksdóttir / Aðgát frá Víðivöllum Fremri – Heimahagi 7,17
  2. Gunnhildur Sveinbjarnadóttir / Elva frá Auðsholtshjáleigu – Ganghestar 7,10
  3. Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði / Vagnar og þjónusta – 7,00
  4. Kristín Ingólfsson / Ásvar frá Hamrahóli / Vagnar og þjónusta – 6,87
  5. Sævar Örn Sigurvinsson / Huld frá Arabæ / Pure North – 6,80
  6. Katrín Sigurðardóttir / Ólína frá Skeiðvöllum / Stjörnublikk – 6,73
  7. Ríkharður Flemming Jensen / Ás frá Traðarlandi / Heimahagi – 6,67
  8. Sandra Steinþórsdóttir / Tíbrá frá Bár / Hrafnsholt – 6,27

Niðurstöður – Forkeppni – Fjórgangur – Equsana deildin

Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Gunnhildur Sveinbjarnardó Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,03
2 Edda Hrund Hinriksdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,97
3 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6,87
4 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli 6,77
5 Ríkharður Flemming Jensen Ás frá Traðarlandi 6,60
6 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 6,57
7-8 Sandra Steinþórsdóttir Tíbrá frá Bár 6,50
7-8 Sævar Örn Sigurvinsson Huld frá Arabæ 6,50
9 Sævar Örn Eggertsson Selja frá Gljúfurárholti 6,43
10-11 Guðrún Sylvía Pétursdóttir Ási frá Þingholti 6,40
10-11 Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli 6,40
12 Sylvía Sól Magnúsdóttir Reina frá Hestabrekku 6,37
13 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,20
14 Sigurbjörn Viktorsson Eygló frá Leirulæk 6,17
15 Viggó Sigurðsson Fannar frá Blönduósi 6,07
16-17 Petra Björk Mogensen Polka frá Tvennu 6,03
16-17 Pálmi Geir Ríkharðsson Brynjar frá Syðri-Völlum 6,03
18 Anna Kristín Kristinsdóttir Styrkur frá Stokkhólma 5,97
19-20 Svanhildur Hall Krafla frá Holtsmúla 1 5,90
19-20 Sanne Van Hezel Sóldís frá Fornusöndum 5,90
21-22 Guðmundur Jónsson Fannar frá Hólum 5,83
21-22 Þórdís Sigurðardóttir Gljái frá Austurkoti 5,83
23-24 Gunnar Már Þórðarson Júpíter frá Votumýri 2 5,80
23-24 Darri Gunnarsson Draumur frá Breiðstöðum 5,80
25-26 Elísabet Gísladóttir Hrund frá Hrafnsholti 5,77
25-26 Magnús Ólason Lukka frá Eyrarbakka 5,77
27 Patricia Ladina Hobi Hljómur frá Hofsstöðum 5,73
28 Sigurður Halldórsson Radíus frá Hofsstöðum 5,70
29-30 Jón Ó Guðmundsson Happadís frá Draflastöðum 5,63
29-30 Svandís Beta Kjartansdóttir Blæja frá Reykjavík 5,63
31 Páll Bjarki Pálsson Knútur frá Selfossi 5,60
32 Gunnar Sturluson Harpa frá Hrísdal 5,57
33-34 Jóna Margrét Ragnarsdóttir Dímon frá Laugarbökkum 5,53
33-34 Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri 5,53
35-36 Bryndís Arnarsdóttir Tvistur frá Efra-Seli 5,50
35-36 Högni Sturluson Sjarmi frá Höfnum 5,50
37 Björg María Þórsdóttir Styggð frá Hægindi 5,47
38-39 Halldór P. Sigurðsson Rökkvi frá Gröf 5,40
38-39 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Nína frá Áslandi 5,40
40 Hermann Arason Krummi frá Höfðabakka 5,37
41 Þorvarður Friðbjörnsson Játning frá Fornusöndum 5,20
42 Valdimar Ómarsson Afródíta frá Álfhólum 5,13
43 Jónas Már Hreggviðsson Kolbeinn frá Hrafnsholti 5,03
44 Sverrir Einarsson Kraftur frá Votmúla 2 4,13
45 Karl Áki Sigurðsson Snót frá Laugardælum 3,97

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar