Meistaradeild KS í hestaíþróttum Mette vann Meistaradeild KS í hestaíþróttum

  • 7. maí 2022
  • Fréttir
Lið Leiknis vann liðakeppnina, Konráð skeiðið og Mette töltið.

Lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi. Það fór svo að Mette Mannseth stóð uppi sem sigurvegari í einstaklinskeppninni þriðja árið í röð með 174 stig. Mette var efst fyrir lokakvöldið og átti góðu gengi að fagna í gær. Hún vann töltið á Skálmöld frá Þúfum og endaði í 3 sæti á Vivaldi frá Torfunesi í skeiðinu í gegnum höllina.

Védís Huld Sigurðardóttir hélt sínu sæti í einstaklingskeppninni eftir lokakvöldið og endaði í öðru sæti með 145,5 stig og Konráð Valur Sveinsson skaut sér yfir Bjarna Jónasson með sigri í skeiðinu og endaði í þriðja sæti með 138,5 stig og Bjarni í því fjórða með 135 stig.

Leiknisliðið fór með sigur úr bítum í liðakeppninni en liðsmenn eru þau Konráð Valur Sveinsson, Agnar Þór Magnússon, Jóhann Birgir Magnússon, Guðmar Þór Pétursson og Fredrica Fagerlund. Liðið var efst fyrir lokakvöldið og innisiglaði síðan sigurinn með því að vinna liðaplattann í töltinu í gærkvöldi.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr töltinu og skeiðinu í gegnum höllina.

Tölt T1

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Skálmöld frá Þúfum 7,89
2 Bjarni Jónasson Katla frá Ytra-Vallholti 7,61
3 Guðmar Freyr Magnússon Sigursteinn frá Íbishóli 7,33
4 Þórarinn Eymundsson Þrá frá Prestsbæ 7,28
5 Védís Huld Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli 7,00

B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney 7,44
7 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli 7,28
8 Konráð Valur Sveinsson Gammur frá Aðalbóli 7,11
9 Fanndís Viðarsdóttir Þytur frá Narfastöðum 6,94
10 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,89

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Skálmöld frá Þúfum 7,30
2 Bjarni Jónasson Katla frá Ytra-Vallholti 7,20
3 Þórarinn Eymundsson Þrá frá Prestsbæ 7,10
4 Védís Huld Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli 7,03
5 Guðmar Freyr Magnússon Sigursteinn frá Íbishóli 7,00
6 Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney 6,93
7-8 Fanndís Viðarsdóttir Þytur frá Narfastöðum 6,80
7-8 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli 6,80
9 Konráð Valur Sveinsson Gammur frá Aðalbóli 6,77
10 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,70
11-13 Guðmundur Karl Tryggvason Rauðhetta frá Efri-Rauðalæk 6,67
11-13 Þorsteinn Björn Einarsson Sónata frá Egilsstaðakoti 6,67
11-13 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Hending frá Eyjarhólum 6,67
14 Barbara Wenzl Gola frá Tvennu 6,63
15 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Sigur Ósk frá Íbishóli 6,60
16 Magnús Bragi Magnússon Dís frá Hvalnesi 6,57
17 Fanney Dögg Indriðadóttir Trygglind frá Grafarkoti 6,47
18-19 Bergrún Ingólfsdóttir Saga frá Blönduósi 6,27
18-19 Þórdís Inga Pálsdóttir Fjalar frá Vakurstöðum 6,27
20 Finnbogi Bjarnason Leikur frá Sauðárkróki 6,20
21 Sigrún Rós Helgadóttir Hjari frá Hofi á Höfðaströnd 6,07
22-23 Vignir Sigurðsson Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 6,00
22-23 Sigurður Heiðar Birgisson Gletta frá Ríp 6,00
24 Klara Sveinbjörnsdóttir Snörp frá Meiri-Tungu 1 5,73

Liðaplattann í skeiðinu hlaut lið Íbishóls en fyrir hönd liðsins kepptu í skeiðinu Guðmar Freyr Magnússon, Védís Huld Sigurðardóttir og Freyja Amble Gísladóttir

Flugskeið

Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4,79
2 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 4,82
3 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi 4,90
4 Freyja Amble Gísladóttir Dalvík frá Dalvík 4,98
5-6 Védís Huld Sigurðardóttir Ópall frá Miðási 5,00
5-6 Guðmar Freyr Magnússon Brimar frá Varmadal 5,00
7 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni 5,01
8 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 5,01
9 Baldvin Ari Guðlaugsson Rut frá Efri-Rauðalæk 5,02
10 Agnar Þór Magnússon Sigur frá Sámsstöðum 5,04
11 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 5,04
12 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum 5,06
13 Þorsteinn Björn Einarsson Ylfa frá Miðengi 5,17
14 Bjarki Fannar Stefánsson Snædís frá Dalvík 5,24
15-16 Bergrún Ingólfsdóttir Viðar frá Hvammi 2 5,27
15-16 Finnbogi Bjarnason Stolt frá Laugavöllum 5,27
17 Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki 5,28
18 Bjarni Jónasson Elva frá Miðsitju 5,30
19 Tryggvi Björnsson Viðja frá Borgarnesi 5,41
20 Jóhann Magnússon Tangó frá Litla-Garði 5,46
21-22 Vignir Sigurðsson Tvistur frá Garðshorni 5,55
21-22 Sigrún Rós Helgadóttir Spyrna frá Þingeyrum 5,55
23 Líney María Hjálmarsdóttir Hátíð frá Reykjaflöt 5,57
24 Pétur Örn Sveinsson Hera frá Saurbæ 6,07

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar