1. deildin í Spretti

Ljósmyndari: Garðar Hólm
Í kvöld var undirritaður samstarfssamningur milli hestamannafélagsins Spretts og 1. deildarinnar vegna mótaraðarinnar í vetur. Komið er á hreint að deildin mun fara fram í Samskipahöllinni. Formaður 1. deildarinnar, Sigurður Halldór Örnólfsson, og formaður Spretts, Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, undirrituð samninginn en viðstaddir voru Sigurbjörn Eiríksson, Sigurbjörn Þórmundsson og Garðar Hólm.
„Vel tókst til í fyrra þegar 1 deildin var sett af stað og okkur Spretturum hlakkar til að taka á móti deildinni aftur í vetur. Höllin okkar er í toppstandi, nýtt gólf og allt til alls. Sprettur mun taka vel á móti bæði knöpum og hestum“ segir Jónína formaður Spretts við tilefni.
„Framundan er spennandi keppnistímabil hjá 1 .deildinni og fjölmargir nýjir keppendur eru skráðir til leiks“ bætti Sigurður formaður 1.deildarinnar við.