Landsmót 2024 Fyrsta sinn fimmgangur á Landsmóti

  • 5. júlí 2022
  • Fréttir

Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II Mynd: Nicki Pfau

Árni Björn og Katla efst eftir forkeppni

Í fyrsta sinn er keppt í fimmgangi á Landsmóti. Knapar voru teknir inn á stöðulista en 20 efstu höfðu rétt á að keppa. Einungis 18 knapar kepptu á mótinu.

Nokkuð var af fólki í áhorfendabrekkunni þrátt fyrir rigningu, ekkert miðað við í gær í a flokknum en þá var  líka töluvert betra veður. Næst á dagskrá er forkeppni í tölti en hefst hún kl. 19:00.

Árni Björn Pálsson á Kötlu frá Hemlu II eru efst eftir forkeppnina með 7,50 í einkunn. Sara Sigurbjörnsdóttir er önnur á Flóka frá Oddhóli með 7,37 í einkunn. Í þriðja sæti eru þeir jafnir Gústaf Ásgeir Hinriksson á Goðasteini frá Haukagili og Kristófer Darri Sigurðsson á Ás frá Kirkjubæ, báðir með 7,20 í einkunn en til gamans má geta að Kristófer Darri er ungmenni.

Myndband af þremur efstu hestum frá Alendis.is

Niðurstöður – Fimmgangur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II 7,50
2 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 7,37
3-4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,20
3-4 Kristófer Darri Sigurðsson Ás frá Kirkjubæ 7,20
5 Þorgeir Ólafsson Íssól frá Hurðarbaki 7,17
6 Ásmundur Ernir Snorrason Ás frá Strandarhöfði 7,10
7 Jakob Svavar Sigurðsson Nökkvi frá Hrísakoti 6,93
8 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum 6,87
9 Viðar Ingólfsson Kunningi frá Hofi 6,83
10 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp 6,70
11 Matthías Leó Matthíasson Heiðdís frá Reykjum 6,67
12-13 Haukur Baldvinsson Sölvi frá Stuðlum 6,60
12-13 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi 6,60
14 Svanhildur Guðbrandsdóttir Brekkan frá Votmúla 1 6,57
15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Júní frá Brúnum 6,53
16 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 6,47
17 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 6,40
18 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Dökkvi frá Miðskeri 6,17

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar