Tippari vikunnar – Hulda G Geirsdóttir
Þá er komið að annari umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Haukur Baldvinsson bílasali á Selfossi sem var með 5 rétta.
Tippari vikunnar er Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðlakona, dómari og stuðningsmaður Arsenal.
Hulda starfar sem dagskrárritstjóri og dagskrárgerðarmaður á Rúv. Hún ræktar hross sem kennd eru við Holtabrún og stundar hestamennsku ásamt fjölskyldu sinni í Spretti.
„Þetta er nú svo nýfarið af stað að maður er varla komin í boltagírinn, en ég læt vaða“
Spá Huldu er eftirfarandi:
Aston Villa 3-1 Everton 3-1
Þetta gæti alveg orðið svolítill slagur, en ég ætla samt að veðja á Villa. Þyngsl yfir Everton undanfarin misseri og þeir tapa hér.
Arsenal 3-0 Leicester City
Þarna veðja ég að sjálfsögðu á mína menn. Ungt og ferskt lið sem á eftir að gera það gott.
Saka með tvö og Jesus með eitt, enda vanur að vinna gegn Leicester.
Brighton & Hove Albion 0-2 Newcastle United
Alltaf verið svolítið veik fyrir Newcastle svo ég læt tilfinningarnar ráða (sem maður á ekki að gera í svona spádómum) og veðja á þeirra sigur.
Manchester City 3-0 AFC Bournemouth
Bournemouth á ekki breik gegn City og þetta verður öruggur sigur þar sem norski kletturinn Haaland heldur áfram að stimpla sig inn.
Southampton 1-1 Leeds United
Þessum liðum er spáð svipuðu gengi og þetta gæti orðið slagur, en ég hendi í jafntefli.
Wolverhampton 1-2 Fulham
Fulham byrjaði með látum gegn Liverpool og þeir koma með kassann út til leiks. Vinna í fjörugum leik. Mitrovic neglir þetta fyrir Fulham.
Brentford 2-2 Manchester United
Það er margt fólk sem mér þykir vænt um sem heldur með United og ég vona að þeir vinni, en Brentford seigir þó laskaðir séu.
Hendum í jafntefli.
Nottingham Forest 0-3 West Ham United
Ætla að veðja á West Ham hér.
Chelsea 1-0 Tottenham Hotspur
Erfitt fyrir Arsenal manneskju að spá Spurs sigri (tilfinningarnar aftur sko!) þannig að mitt atkvæði fer á Chelsea.
Spurs oftast gengið illa á Stamford Bridge svo ég held að þeir tapi þarna eina ferðina enn.
Liverpool 2-0 Crystal Palace
Ég þarf að verja mánudagskvöldinu með vini mínum sem er brjálaður Púlari þannig að það er eins gott að þeir vinni!
Er ekki klassískt að segja að Salah skori bæði!
Staðan: