Tippari vikunnar – Hjörvar Ágústsson
Þá er komið að fimmtu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Konráð Valur Sveinsson sem var með 5 rétta.
Tippari vikunnar er Hjörvar Ágústsson tamningamaður og hrossabóndi í Kirkjubæ. Hjörvar er mikill stuðningsmaður Manchester United og er bísna brattur með gengi sinna manna undanfarna viku.
Spá Hjörvars er eftirfarandi:
Crystal Palace 2-1 Brentford
Ekki kannski sá leikur sem hefur flesta stuðningsmenn á Íslandi en Viera er að gera flotta hluti með Palace.
Fulham 2-1 Brighton
Funheitur Mitrovic klárar þetta fyrir Fulham.
Southamton 0-3 Chelsea
Aðeins erfitt að ráða í þenna en Chelsea hljóta að vakna núna, annars bið ég góðar vættir að vaka yfir þeim.
Leeds 2-1 Everton
Leeds the new home of amarican soocer tekur þetta.
Bournmoth 0-8 Wolves
Úlfarnir taka þetta 8-0 , en bæði mamma og Hanna Rún halda með Úlfunum . (Byrjuðu báðar að fylgjast með þeim þegar Adama Traóre fór að spila
Arsenal 1-2 Aston Villa
Er þetta kannski leikurinn sem Aston Villa menn vakna ? 2-1 fyrir Aston Villa ( kemur reyndar illa fyrir mig í Fantasy en verður að hafa það.
Manchester City 5-0 Nottingham Forrest
Leikurinn þar sem City byrjar ekki illa 5-0 fyrir City og Haallland skorar 6.
West Ham 2-3 Tottenham
Rosalega enda nöfn á mörgum liðum á ham Baráttuleikur en Tottenham klára 3-2
Liverpool 2-2 Newcastle
Ekki orð.
Leicster 0-4 Manchester United
Lisandro Martinez skorar með skalla, Rashford skorar með hælnum, Ronaldo skorar með egóinu og B. Fernandes vælir boltan í netið. Harry Magier kemur inná miðjuna í hlutverk McFred og engin tekur eftir því nema Brendan Rogers sem saknar Harry , þeir voru svo góðir vinir.
Staðan: