Tippari vikunnar “Komið að því að mínir menn í Arsenal vinni Liverpool”

  • 8. október 2022
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Viðar Ingólfsson

Þá er komið að Tíundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Tryggvi Björnsson sem var með einn réttan.

Tippari vikunnar er Viðar Ingólfsson tamningamaður og knapi á Kvíarhóli.  Viðar er eldheitur stuðningsmaður Arsenal.

 

Spá Viðars er eftirfarandi:

AFC Bournemouth 1-3 Leicester City
Leicester City eru að detta í gang og vinna þennan leik nokkuð örugglega og Vardy með tvö.

Chelsea 3-1 Wolverhampton
Frekar þægilegur sigur hjá Chelsea þar sem sem Aubameyang kemur inn á seinni hálfleik og skorar þrennu.

Man City 3-2 Southampton
Þetta verður aðeins erfitt fyrir City þeir skora sigurmarkið á 90 mínútu frá Julio Alvares og Haaland skorar ekki og klúðrar tveimur dauðafærum.

Newcastle 4-2 Brentford
Létt hjá Newcastle

West Ham 0-0 Fulham
Steindautt

Brighton 2-2 Tottenham
Brighton eru drullugóðir og ég held að þeir steli jafntefli í lokin. Conte verður sendur upp í stúku með rautt og Kane klúðrar víti.

Crystal Palace 2-1 Leeds
Minn maður Patrick Vieira að gera topp hluti með Crystal Palace

Arsenal 3-1 Liverpool
Nú er komið að því að mínir menn í Arsenal vinni Liverpool og það sannfærandi og haldi toppsætinu.
Gabríel Jesús með tvö og Granit Xhaka með eitt og ekki rautt.

Everton 2-2 Manchester United
Enn ein vonbrigðin fyrir Tryggva Björnsson, Eystein Leifsson og Þórarinn Ragnarsson því miður.

Notthingam Forest 2-1 Aston Villa
Notthingam Forest rífur sig í gang.

 

 

Staðan:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar