Elín Árnadóttir knapi ársins hjá Sindra

Aðalfundur hestamannafélagsins Sindra var haldinn í gærkvöldi á Hótel Önnu, Moldnúpi.
Þar var Elín Árnadóttir verðlaunuð sem knapi ársins og Kristín Gyða Einarsdóttir sem efnilegasti knapi ársins.
Örlitlar breytingar urðu á stjórn en Ragnar Sævar Þorsteinsson hætti í stjórn og í hans stað kom Sanne Van Hezel.
Stjórn er því þannig skipuð núna;
Petra Kristín Kristinsdóttir formaður
Lára Oddsteinsdóttir gjaldkeri
Þuríður Lija Valtýrsdóttir ritari
Jón Þorsteinsson meðstjórnandi
Sanne Van Hezel meðstjórnandi.
Stjórn langar að nota tækifærið og þakka þeim sem mættu líflegann fund og Ragnari samstarfið og bjóða Sanne velkomna.
Eiðfaxi óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Kristín Gyða Einarsdóttir efnilegasti knapi ársins 2022