Ásdís og Guðmar verðlaunuð
Í gær fór fram reiðsýning þriðja árs nema við Háskólann á Hólum í tengslum við útskrift þeirra frá skólanum. Afhent voru tvenn verðlaun fyrir árangur í náminu.
Ásdís Ósk Elvarsdóttir hlaut Morgunblaðshnakkinn sem er veittur fyrir besta samanlagðan árangur öll þrjú árin í reiðmennsku áföngum.
Guðmar Freyr Magnússon hlaut FT skjöldinn en hann er veittur þeim nemanda sem stendur efstur í lokaprófi í áfanganum „Þjálfun keppnishesta II“.
Eiðfaxi óskar þeim báðum og öllum útskriftarnemendum til hamingju með árangurinn.