Getur ekki keppt á Heimsmeistaramóti nema fyrir lið
Það styttist í Heimsmeistaramótið í Hollandi í ágúst. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir mótinu enda fjögur ár frá því að Heimsmeistaramót var síðast haldið.
Heimsmeistaramót eru liðsviðburðir (e team event) en samkvæmt FEIF að þá sama hvort knapi er að keppa í fyrsta sinn eða er ríkjandi heimsmeistari þá þarf hann að tilheyra liði til að taka þátt á mótinu. Enginn getur skráð sig beint á mótið.
Keppt er eftir reglum FEIF á Heimsmeistaramótum og er hægt að sjá þær inn á heimasíðu FEIF. Varðandi val og fjölda á knöpum í landsliðið kemur eftirfarandi fram:
Hvert landslið getur valið allt að sjö pör (knapa og hest) auk varahest, varaknapa eða varapars til að keppa fyrir hvert land á Heimsleikum. Aukalega eru ungmennin sem geta verið fimm talsins ásamt varahesti, varaknapa eða varapars. Ungmennin þurfa að vera á aldrinum 16 – 21 árs og þau mega velja hvort þau keppi í ungmennaflokki eða með fullorðnum. Hver knapi má aðeins vera með eitt hross í íþróttakeppninni. Við þennan hóp geta síðan bæst við kynbótaknapar og kynbótaknapar mega sýna fleiri en eitt hross og keppa á öðru í íþróttakeppni.
Auk þessara sjö knapa hafa ríkjandi heimsmeistarar rétt á að keppa á Heimsmeistaramótinu með sama hrossið og síðast eða annað hross. Það gilda sömu reglur um þá líkt og aðra knapa í landsliðinu. Þeir verða að vera hluti af liðinu og formlega skráðir af Landssamband þess lands sem þeir keppa fyrir. Landsliðsþjálfarinn hefur sama vald yfir þeim og öðrum knöpum þ.e.a.s. hann getur samþykkt eða hafnað hrossinu eða greininni sem ríkjandi heimsmeistarinn vill valið keppa í eða á ef hann telur það ekki uppfylla þau skilyrði sem þjálfarinn hefur sett fyrir liðið. Ríkjandi heimsmeistarar þurfa jafnframt að fylgja reglum og reglugerðum landsliðsins eins og aðrir knapar í landsliðinu.