Fjórðungsmót Austurlands Arnhildur og Vala efstar í töltinu

  • 6. júlí 2023
  • Fréttir
Fréttir frá Fjórðungsmóti Austurlands

Í dag fór fram forkeppni í tölti á Fjórðungsmóti austurlands. Boðið var upp á þrjá flokka tölt T3 fyrir 17 ára og yngri, tölt T3 áhugamenn og tölt T1.

Arnhildur Helgadóttir og Vala frá Hjarðartúni leiða eftir forkeppni í tölti T1 en þær hlutu 8,13 í einkunn. Leó Geir Arnarson á Matthildi frá Reykjavík er annar og þriðja er Kristín Lárusdóttir á Strípu frá Laugardælum.

Efst í áhugamannaflokki er Ingunn Birna Árnadóttir á Stormi frá Feti og jafnar í öðru til þriðja sæti eftir forkeppni eru þær Guðbjörg Friðjónsdóttir á Baldri frá Garði og Diljá Ýr Tryggvadóttir á Skálmöld frá Rútsstöðum.

Dagur Sigurðsson á Gróu frá Þjóðólfshaga 1 er efstur í flokki 17 ára og yngri og í öðru sæti eftir forkeppni er Friðrik Snær Friðriksson á Flóka frá Hlíðarbergi. Þriðja er Bil Guðröðardóttir á Hrygg frá Hryggstekk.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – 1. flokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 8,13
2 Leó Geir Arnarson Matthildur frá Reykjavík 8,00
3 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum 7,83
4 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg 7,17
5 Karen Konráðsdóttir Lilja frá Kvistum 6,93
6 Ástríður Magnúsdóttir Þróttur frá Syðri-Hofdölum 6,53
7 Svanhildur Guðbrandsdóttir Stígur frá Hörgslandi II 6,17
8 Hans Kjerúlf Dama frá Hrafnagili 6,10
9 Einar Kristján Eysteinsson Freyja frá Tjarnarlandi 5,80
10 Ragnar Magnússon Reynir frá Skriðufelli 5,77
11 Pernilla Therese Göransson Hrókur frá Hafragili 5,27

Tölt T3 – Áhugamenn – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ingunn Birna Árnadóttir Stormur frá Feti 6,13
2-3 Guðbjörg O Friðjónsdóttir Baldur frá Garði 5,83
2-3 Diljá Ýr Tryggvadóttir Skálmöld frá Rútsstöðum 5,83
4 Jóna Stína Bjarnadóttir Stjarna frá Haga 5,67
5 Arney Ólöf Arnardóttir Safír frá Árbæjarhjáleigu II 5,50
6 Sigurjón Magnús Skúlason Narnía frá Haga 5,40
7 Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir List frá Holtsmúla 1 5,27
8 Mathilde Marij Nijzingh Ýmir frá Blesastöðum 1A 5,17
9 Ingibjörg Þórarinsdóttir Mói frá Varmalæk 5,00
10 Ásthildur Gísladóttir Lótus frá Fornustekkum 4,80
11 Stefanía Malen Stefánsdóttir Hugleikur frá Skriðufelli 4,77
12 Magnús Fannar Benediktsson Alda frá Hvalnesi 4,73
13 Jeanette Englund Aþena frá Haga 4,43
14 Þóra Sólveig Jónsdóttir Magni frá Ósabakka 4,27
15 Íris Björk Aðalsteinsdóttir Ungfrú frá Felli 3,60

Tölt T3 – 17 ára og yngri – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,87
2 Friðrik Snær Friðriksson Flóki frá Hlíðarbergi 6,50
3 Bil Guðröðardóttir Hryggur frá Hryggstekk 6,30
4 Ída Mekkín Hlynsdóttir Marín frá Lækjarbrekku 2 6,27
5 Róbert Darri Edwardsson Samba frá Ásmúla 6,10
6-7 Elín Ósk Óskarsdóttir Sara frá Lækjarbrekku 2 5,93
6-7 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir Díva frá Bakkakoti 5,93
8 Viktor Óli Helgason Jörundur frá Eystra-Fróðholti 5,60
9 Dalía Sif Ágústsdóttir Dýfing frá Felli 5,50
10 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir Bragabót frá Bakkakoti 5,10
11 Eyrún Stína S. Guðmundsdóttir Funi frá Mið-Fossum 4,57
12 Bjarni Magnússon Litla-Jörp frá Fornustekkum 4,47
13 Erlín Hrefna Arnarsdóttir Gná frá Höfn 3,40

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar