Aðalfundur HEÞ
Aðalfundur hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga verður haldinn miðvikudaginn 14. janúar í reiðhöll Léttis á Akureyri og hefst hann kl. 18:15.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins skipa þrír menn kosnir til þriggja ára og þrír varamenn til sama tíma. Aðalmenn skulu kosnir þannig að eitt árið er kosinn formaður, annað árið gjaldkeri og þriðja árið ritari. Varamenn skulu kosnir með sama hætti. Aðalfundur kýs tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara til tveggja ára.
„Þar sem starfsemi samtakanna hefur legið niðri um nokkura ára skeið þarf að kjósa í öll þessi embætti. Í ljósi breyttra aðstæðna vill sitjandi sjórn einnig ræða þann möguleika að samtökin verði lögð niður,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Allir félagar hafa seturétt, málfrelsi og atkvæðisrétt á aðalfundi. Upplýsingar um félagatal veitir Zophonías, zophonias@centrum. is
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Ístölt á Rauðavatni um helgina