Aðgengi almennings að Heiðmörk kann að verða takmarkað í framtíðinni.

  • 26. maí 2025
  • Fréttir
Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðmörk.

Á miðvikudaginn, 28. maí kl. 17:00-19:00, fer fram málþing um framtíð Heiðmerkur, aðgengi almennings og vatnsvernd, í Norræna húsinu á vegum Skógræktar Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðmörk. Heiðmörk hefur um áratugaskeið verið eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins en þar eru t.d. hinar ýmsu reiðleiðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu vatnsverndarsamþykkt 2015 og samkvæmt henni þarf að girða vatnsverndarsvæði betur af. Mun þetta hafa áhrif á ákveðna stíga á svæðinu.

Aðgengi hestamanna að Heiðmörk er mikið kappsmál fyrir hestamenn og mikilvægt að hestamenn fjölmenni á málþingið og kynni sér málið. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi HÉR.

Skipulagslýsing Reykjavíkurborgar um Heiðmörk er nú í kynningu í skipulagsgátt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar