Æska Suðurlands 2024
Mótaröðin Æska Suðurlands sem er samstarfsverkefni hestamannafélaganna Ljúfs, Sleipnis, Jökuls, Háfeta og Geysis mun fara fram í vor á þremur stöðum, Flúðum, Selfossi og á Hellu á eftirfarandi dagsetningum:
Sunnudagur 7.apríl í Reiðhöllinni á Flúðum og þar er keppt í barnaflokk-þrígang og smala. Unglingaflokk-fjórgangur V2 og smali.
Sunnudagur 21.apríl í Rangárhöllinni á Hellu og þar er keppt í barnaflokki-fjórgangur V2 og hindrunarstökk. Unglingaflokki-fimmgangur F2 og hindrunarstökk.
Sunnudagur 28.apríl á Selfossi og þar er keppt í barnaflokki-tölt T7 og mjólkurtölti. Unglingaflokki-T3 og mjólkurtölti.
Helstu uppýsingar eins og um smalabraut, hindrunarbraut og mjólkurtölt má finna á fésbókarsíðu Æsku Suðurlands.
Þrír dómarar verða í hringvallargreinum.
Samanlagður sigurvegari verður verðlaunaður í bæði barnaflokki og unglingaflokki. Árangur í 4 bestu greinum telur til stiga hjá hverjum knapa.
Pollaflokkur verður á öllum stöðum og skipt upp í teymandi og ríðandi polla. Hver staður útfærir sinn pollaflokk hvort sem það er farið í leiki, þrautir eða sýndar gangtegundir.
Þátttökuréttur er opin öllum sem uppfylla aldur miðað við fæðingarár:
Pollaflokkur-9ára og yngri
Barnaflokkur-10ára til 13 ára
Unglingaflokkur-14 ára til 17 ára.
Takið dagsetningarnar frá og verið með í þessu frábæra samstarfsverkefni.
Hver viðburður er svo auglýstur sérstaklega með nánari upplýsingum.