Æskulýðsbikar FEIF til Lúxemborgar

  • 6. febrúar 2024
  • Fréttir

Mynd: FEIF

Á fulltrúaþingi FEIF sem fór fram um síðastliðna helgi í Lúxemborg var heimalandinu veittur æskulýðsbikar FEIF.

Í fréttatilkynningu frá FEIF kemur fram að þrátt fyrir það að Lúxemborg sé langt frá því að vefa fjölmennasta aðildarlandið að þá hefur æskulýðsstarf þar verið öflugt og fjölbreytt.

Námskeið af ýmsum toga eru haldin sem eiga að auka þekkingu á íslenska hestinum. Má þar nefna tveggja daga námskeið þar sem farið var í tvo reiðtíma á dag auk leikja, bókagerðar og handverksgerðar tengda íslenska hestinum. Þá hefur verið stutt við þá unglinga sem vilja sækja keppa og sækja mót til annarra aðildarlanda á meginlandi Evrópu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar