Æskulýðssýning Geysis
Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Geysis verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu 1.maí næstkomandi.
„Í vetur hefur gríðarlegur fjöldi barna lagt stund á hestamennsku í Rangárvallasýslu og munum þau sýna afrakstur vetursins. Börnin eru á aldrinum 3-18 ára,“ segir í tilkynningu frá stjórn og æskulýðsnefnd Geysis.
Sýningin hefst kl. 11:00 og verður sjoppa á staðnum.
„Hvetjum sem flesta til að taka daginn frá og njóta með okkur. Frítt inn og allir velkomnir!“
Æskulýðssýning Geysis
FEIF krefst þess að blóðmerahaldi verði hætt
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun LH