Ætterni Bassa frá Skarði leiðrétt
Að undanförnu hafa verið að birtast fregnir að því að ætterni hefur verið uppfært á stóðhestum eftir að settur hefur verið saman DNA prófíll fyrir þá. Nú hefur föðurætt stóðhestsins Bassa frá Skarði IS1988186752 verið leiðrétt í WorldFeng, á grunni niðurstaðna DNA-sýna en þetta kemur frá á vefsíðu WorldFengs.
Skráður faðir var áður Hrafn frá Holtsmúla IS1968157460 en er nú Feykir frá Hafsteinsstöðum IS1977157350.
Bassi kom fram í kynbótadómi á Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti vorið 1993 sýndur af Eiríki Þór Guðmundssyni og hlaut í aðaleinkunn 7,75
Bassi var fluttur út til Þýskalands árið 1995 og á alls 68 skráð afkvæmi, þar af 44 fædd í Þýskalandi, 22 á Íslandi og 1 í Danmörku og Hollandi.