Ágiskunarleikur Eiðfaxa – Verðlaun í boði!

  • 13. febrúar 2020
  • Fréttir

Nú er komið að því að giska á það hvaða knapar raða sér í efstu sæti í keppni í slaktaumatöllti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fer í kvöld.

Allir geta tekið þátt með því að  skrifa í kommenta kerfið á facebook hverjir þau telja að ríði til úrslita í slaktaumatöltinu og hver standi uppi sem sigurvegari. Í boði fyrir hverja grein verða verðlaun fyrir þann sem hlutskarpastur er.

Einungis á að giska á sex efstu knapa.

Að þessu sinni eru verðlaunin ekki af verri endanum. Sá sem flest stig fær hlýtur að launum bókina Hestaheilsa II.

Í bókinni eru upplýsingar um orsakir, einkenni og helstu atriði meðferðar hinna ýmsu sjúkdóma sem leggjast á hross.  Bókin er hugsuð sem handbók fyrir hestamenn, sem þeir geta flett upp í þegar þeir þurfa þess við og sem liður í að auka fróðleik á sviði hrossasjúkdóma.

Bókin skiptist í 33 kafla er fjalla um flest þau vandamál sem hestamenn eru að fást við.

Höfundur bókarinnar er Helgi Sigurðsson, dýralæknir

Ráslistann má finna hér

Reglurnar eru einfaldar.

15 stig fást fyrir að vera með réttan sigurvegara
10 stig fást fyrir að vera með par í rétttu sæti
5 stig fást fyrir að vera með rétt par í úrslitum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar