Áhugamannamót Íslands 2020

  • 14. júlí 2020
  • Fréttir

Áhugamannamót Íslands er stærsta mót landsins sem er eingöngu ætlað þeim sem keppa sem áhugamenn/konur.

Mótið hefur verið haldið á Hellu undanfarin ár með góðum árangri og frábærri þátttöku. Keppt er um farandgripi sem gefnir eru af Gangmyllunni Syðri-Gegnishólum og þökkum við þeim fyrir veittan stuðning.

Mótið mun fara fram á Hellu dagana 24.-26. júlí og keppt verður í hefðbundnum greinum eins og undanfarin ár.

Fjórgangi V2 og V5, tölti T3, T4, T7, Fimmgangi F2, Gæðingaskeiði og 100m skeiði. Skráning er í fullum gangi og fer fram á sportfengur.com og er það Hestamannafélagið Geysir sem heldur mótið. Skráningu lýkur mánudaginn 20. júlí kl 23:59. Ef vandræði koma upp við skráningu er hægt að hafa samband í síma 8678053. Allar afskráningar munu fara fram í síma 8678053.

Mótanefndin

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar