Áhugamannamót Íslands fer fram á Akranesi

  • 22. júlí 2024
  • Fréttir

Áhugamannamót Íslands fer fram dagana 9.-11. ágúst á Æðarodda félagssvæði Dreyra. Þátttökurétt hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum. Á sama tíma fer fram Opið íþróttamót Dreyra.

Undirbúningur er í fullum gangi og tínast styrktaraðilar í hús hver af öðrum. Þeir sem hafa áhuga að að styrkja mótið mega endilega setja sig í samband við Magnús Karl Gylfason: magnusgylfa@gmail.com

Skráningu lýkur á miðnætti 5. ágúst. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður greinar náist ekki þáttaka í greinum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.

Keppt verður í eftirfarandi greinum á Áhugamannamóti:

1. flokkur: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið, A-flokk og B-flokk.

Opið Íþróttamót Dreyra:

Opinn flokkur: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið

2. flokkur: V5, T7

Ungmenni: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið

Unglingar: V2, T3, F2, T4

Börn: V5, T7

 

Knapar sem óska eftir hesthúsplássi á meðan mótinu stendur verða að láta Mótanefnd Dreyra vita fyrir miðvikudaginn 6.8.24

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar