Álfaklettur á toppnum

  • 7. nóvember 2023
  • Fréttir

Olil Amble og Álfaklettur. Ljósmynd: KollaGr

Grúskað í kynbótamatinu

Nýr kynbótamatsútreikningur birtist í Worldfeng nú um miðjan október. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160. Fyrir forvitna hestaspekúlanta er gaman að skoða nýja kynbótamatsútreikninga og spá í spilin.

Nú tekur Eiðfaxi fyrir röðun þeirra stóðhesta sem eiga 15 eða fleiri dæmd afkvæmi en færri en 50 og ná því ekki í flokk heiðursverðlaunastóðhesta, en sumir þeirra stefna þangað hraðbyri.

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum stendur efstur þessara stóðhesta og það sem meira er að hann er efstur allra stóðhesta, ásamt hinum fjögurra vetra gamla Streng frá Þúfum, með 136 stig. Það er óhætt að ætla að Álfaklettur sé sá stóðhestur sem líklegastur er til þess að hljóta æðstu viðurkenningur íslenskrar hrossaræktar Sleipnisbikarinn á næsta ári, náist að sýna undan honum a.m.k. 22 afkvæmi til viðbótar og fara þá á í 50 dæmd afkvæmi.

Á þessum lista eru þrír stóðhestar sem ekki hafa hlotið afkvæmaorð sem 1.verðlauna stóðhestar og ættu því að gera það í haust en það eru Þráinn frá Flagbjarnaraholti, Draupnir frá Stuðlum og Óðinn vom Habichtswald. Draupnir, Herkúles, Óðinn og Organisti eru staðsettir í Þýskalandi. Framherji er í noregi og Álffinnur í Svíþjóð.

 

Nafn Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Öryggi Fj. afkv. Með fullnaðardóm
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 130 131 136 94% 28
Þráinn frá Flagbjarnarholti 130 127 133 91% 16
Draupnir frá Stuðlum 126 126 132 95% 35
Skaginn frá Skipaskaga 129 119 126 95% 44
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum 138 115 125 95% 43
Forkur frá Breiðabólstað 118 122 125 92% 19
Hringur frá Gunnarsstöðum 117 120 123 95% 44
Óðinn vom Habichtswald 110 121 122 93% 23
Knár frá Ytra-Vallholti 99 125 122 92% 18
Framherji fá Flagbjarnarholti 119 117 121 96% 46
Organisti frá Horni I 115 118 121 92% 21
Hákon frá Ragnheiðarstöðum 109 119 120 94% 31
Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum 106 118 118 96% 48
Hreyfill frá Vorsabæ 114 115 118 95% 37
Lord frá Vatnsleysu 114 115 118 93% 24

 

Gott er að hafa í huga þegar kynbótamatið er skoðað að þetta er spá um kynbótagildi hrossa og því þarft að hafa öryggið til hliðsjónar því eftir því sem öryggið er meira því hærra verður forspárgildi kynbótamatsins. Allir hafa þessir hestar 90% öryggi eða meira í kynbótamatinu.

Nánar má lesa um kynbótamat og erfðaframför í íslenska hrossastofninum með því að smella hér.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar