Álfaklettur hæstur á Íslandi 2020

 • 29. ágúst 2020
 • Fréttir
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum og Olil Amble. Mynd: aðsend

Nú þegar sýningarárinu í hrossaræktinni er lokið hér á Íslandi, liggur fyrir hvaða kynbótahross hlutu hæsta einstaklingsdóma hérlendis árið 2020.

Efstur stendur Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, undan Stála frá Kjarri og Álfadísi frá Selfossi, sem gerði harða atlögu að heimsmetinu en endaði einni kommu frá því, með 8,94. Næstur honum kemur Sólon frá Þúfum, undan Trymbli frá Stóra-Ási og Kommu frá Hóli v/Dalvík, með 8,90 og þriðji í röð var Viðar frá Skör, undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu, með 8,89.

Topplistinn yfir hæstu kynbótahross ársins inniheldur 12 hross þar sem þrjú hross voru jöfn í 10.-12. sæti. Listinn lítur annars svona út:

 1. Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum – B: 8,82 – H: 9,01 – A: 8,94 – Knapi: Olil Amble
 2. Sólon frá Þúfum – B: 8,51 – H: 9,11 – A: 8,90 – Knapi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson
 3. Viðar frá Skör – B: 8,76 – H: 8,96 – A: 8,89 – Knapi: Helga Una Björnsdóttir
 4. Rauðskeggur frá Kjarnholtum – B: 8,76 – H: 8,92 – A: 8,87 – Knapi: Daníel Jónsson
 5. Harpa-Sjöfn frá Hvolsvelli – B: 8,70 – H: 8,95 – A: 8,86 – Knapi: Bjarni Jónasson
 6. Þór frá Stóra-Hofi – B: 8,83 – H: 8,85 – A: 8,84 – Knapi: Daníel Jónsson
 7. Vegur frá Kagaðarhóli – B: 8,39 – H: 9,03 – A: 8,81 – Knapi: Þórarinn Eymundsson
 8. Jökull frá Breiðholti í Flóa – B: 8,75 – H: 8,84 – A: 8,81 – Knapi: Árni Björn Pálsson
 9. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk – B: 8,58 – H: 8,88 – A: 8,77 – Knapi: Agnar Þór Magnússon
 10. Hremmsa frá Álftagerði III – B: 8,43 – H: 8,89 – A: 8,73 – Knapi: Eyrún Ýr Pálsdóttir
 11. Fold frá Flagbjarnarholti – B: 8,36 – H: 8,93 – A: 8,73 – Knapi: Ævar Örn Guðjónsson
 12. Þór frá Torfunesi – B: 8,84 – H: 8,67 – A: 8,73 – Knapi: Gísli Gíslason

Tölulegar upplýsingar eru teknar upp úr WorldFeng og birtar með fyrirvara um mistök.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<