Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum „Alfarið ákvörðun stjórnar Meistaradeildarinnar“

  • 25. janúar 2023
  • Fréttir
Meistaradeildin verður ekki á RÚV.

Meistaradeild í hestaíþróttum hefur göngu sína á ný á fimmtudaginn. Ekki verður sýnt frá deildinni á RÚV þar sem Meistaradeildin samdi við Alendis að þessu sinni en ekki RÚV.

Í samtali við Hilmar Björnsson íþróttastjóra RÚV segir hann ákvörðunina hafa alfarið verið í höndum stjórnar Meistaradeildarinnar. “Við höfum sýnt frá Meistaradeildinni í beinni útsendingu undanfarin ár og alltaf lagt mikinn metnað í þær útsendingar. Seinni hluta síðasta árs vorum við í viðræðum við Meistaradeildina og þau samskipti voru góð enda vildum við halda áfram að sýna frá Meistaradeildinni. Við skiptumst á tímasetningum sem henta báðum aðilum en það er aldrei gott að vera með Meistaradeildina á sama tíma og landsleiki eða aðra viðburði á Rúv. Við höfum undanfarin ár alltaf náð að finna farsæla lausn varðandi útsendingatíma. Við heyrðum ekkert í þeim í nokkrar vikur og sjáum við fréttatilkynningu þar sem búið var að semja við Alendis. Þetta var því algjörlega ákvörðun deildarinnar að fara þessa leið,” segir Hilmar sem vill ítreka það að áður fyrr hafi alltaf tekist að finna einhverja leið til að láta samstarf deildarinnar og RÚV ganga upp.

Landssamband hestamannafélaga hafa verið í viðræðum við RÚV og munu þeir fylgja eftir íslenskum keppendum á Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem og Landsmóti hestamanna og flytja fréttir frá því. “Við höfum einnig rætt við skipuleggjendur Íslandsmóts og stefnum að sýna beint frá því móti í sumar. Við viljum að sjálfsögðu fjalla vel um hestaíþróttir í framtíðinni og flytja sögur af hestafólki á okkar miðlum,” segir Hilmar að lokum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar