Álfasteinn frá Selfossi hlýtur heiðursverðlaun

  • 2. janúar 2020
  • Fréttir
Nú hafa Danir verðlaunað þá stóðhesta sem staddir eru þar í landi og náð hafa lágmörkum til afkvæmaverðlauna.

 

Álfasteinn frá Selfossi er einn af þeim hestum sem nú hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en hann á 145 dæmd afkvæmi og er með 120 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Álfasteinn er fæddur árið 2001 og er því á nítjánda vetri, ræktandi hans er Olil Amble en eigendur eru Marianne og Michael  Skatka.

Álfasteinn er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju og heiðursverðlaunahryssunni Álfadís frá Selfossi. Hann kom fyrst til dóms fjögurra vetra gamall þá sýndur af Bergi Jónssyni. Hlaut hann þá fyrir sköpulag 8,26, fyrir hæfileika 8,40 og í aðaleinkunn 8,34. Hann hlaut sinn hæsta dóm árið 2007 þá einnig sýndur af Bergi. Fyrir sköpulag 8,32 fyrir hæfileika 8,69 og í aðaleinkunn 8,54. Bar þar hæst einkunnin 9,0 fyrir eiginleikanna bak og lend, fótagerð, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Álfasteinn var seldur úr landi árið 2007. Eiðfaxi óskar eigendum og ræktendum Álfasteins til hamingju.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<