,,Allir velkomnir á skemmtikvöld og í reiðtúr“

  • 10. júní 2021
  • Sjónvarp Fréttir

Ráðherrareið Framsóknarflokksins fer fram í Víðidalnum í Reykjavík á morgun föstudaginn 11.júni. Farið verður í reiðtúr um Rauðhólana í fylgd með Sigurbirni Bárðarsyni landsliðsþjálfara Íslands í hestaíþróttum sem mun segja frá ýmsu skemmtilegu, lagt verður af stað frá Reiðhöllinni klukkan 18:00.

Klukkan 20:00 verður svo grill og skemmtun í Reiðhöllinni sem er öllum opin þar sem boðið verður upp á veitingar í föstu og fljótandi formi.

Blaðamaður Eiðfaxa hitti Ásmund Einar Daðason Félags- og barnamálaráðherra og spurði hann frekar út í framtakið.

Viðtalið má horfa á í spilaranum hér að ofan.

 

 

Framsóknarmenn bjóða í reiðtúr og grill

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<