Allra sterkustu aflýst

  • 29. júlí 2021
  • Fréttir
Mótinu Allra sterkustu á Íslandi sem halda átti dagana 5.-7. ágúst hefur verið aflýst. Þetta er gert í ljósi þess að víðtækt smit hefur komið upp á meðal knapa og starfsfólks á hestatengdum viðburðum, rétt eins og í samfélaginu öllu.
Landsliðsnefnd LH harmar þessa niðurstöðu en ekki þótti mögulegt að tryggja öryggi knapa og starfsmanna á mótinu, einnig voru orðin mikil afföll í þátttöku sterkustu keppnispara landsins þar sem margir knapar eru í einangrun eða sóttkví.
Landsliðsnefnd sendir öllum sem hafa veikst af Covid óskir um góðan bata.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<