Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða

  • 6. desember 2019
  • Fréttir
Lárus Ástmar Hannesson með kveðju til sjálfboðaliða í hestamennsku en þeir eru fjölmargir

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag þann 5. desember. Stór hluti hestamanna leggja sitt af mörkum í sjálfboðastarfi ár hvert í þágu síns hestamannafélags. Þetta er fólk á öllum aldri úr öllum stéttum, fólk í námi, fólk í starfi og fólk á eftirlaunaaldri.

Við fáum seint nægilega þakkað öllum þeim sem leggja mótahaldi og nefndastörfum lið í dýrmætum frítíma sínum og margir taka jafnvel frí frá vinnu til að vinna fyrir sitt félag. Því miður nýtur sjálfboðaliðastarf ekki alltaf viðeigandi virðingar.

Komum fram við sjálfboðaliða af virðingu og kurteisi, því án þeirra væri starf hestamannafélaganna erfiðara í framkvæmd.

Landssamband hestamannafélaga þakkar öllum sjálfboðaliðum hestamannafélaga ómetanlegt starf.

Lárus Ástmar Hannesson
formaður LH.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar