Ánafnaði Ljósinu verðlaunaféið

  • 8. september 2022
  • Fréttir
Árni Björn Pálsson sigurvegari Meistaradeildarinnar ánafnaði Ljósinu verðlaunaféið

Einn af okkar fremstu knöpum og íþróttamönnum, Árni Björn Pálsson, leit við í Ljósinu í dag og afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, 1.130.000 krónur. Upphæðin er sigurlaun Árna Björns úr einstaklings- og liðakeppni mótaraðar Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum 2022.

Vildi Árni Björn með þessu framtaki sínu minnast móður sinnar, Hrafnhildar Árnadóttur, sem lést úr krabbameini árið 2018.

„Það er ótrúlega magnað að fá að kynnast því mikla starfi sem fram fer í Ljósinu og ég sé að upphæðin mun gagnast mjög vel. Ég vona innilega að fleiri styðji við starfið“ sagði Árni Björn að heimsókn lokinni.

Þetta er frábært framtak og ætti að verða hvatning fyrir aðra íþróttamenn að gera slíkt hið sama.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar