Arður frá Gavnholt efstur á Margareterhof
Síðasta kynbótasýning ársins í Svíþjóð fór fram í Margareterhof nú í vikunni. Alls voru 33 hross dæmd og þar af 22 í fullnaðardómi. Dómarar voru þeir Óðinn Örn Jóhannsson og Guðbjörn Tryggvason. Alls voru 213 dómar felldir í Svíþjóð í sumar og þar af 170 fullnaðardómar.
Hæst dæmda hross sýningarinnar var sex vetra gamall stóðhestur, Arður fra Gavnholt. Knapi hans var Agnar Snorri Stefánsson sem einnig er ræktandi hans og eigandi. Arður er undan Grími frá Efsta-Seli og Andrá frá Eyrarlandi. Hlaut hann 8,33 fyrir sköpulag, 8,21 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,25. Jafnvígur alhliðahesta með 9,0 fyrir samræmi og prúðleika.