Hestamannafélagið Geysir Árni Björn, Jón Ársæll og Elva Rún sigurvegarar í tölti T1

  • 12. maí 2024
  • Fréttir
WR íþróttamóti Geysis lauk á glæsilegum a úrslitum í tölti T1. 

Glæsileg tilþrif voru í tölt úrslitunum og lét sólin meira segja aðeins sjá sig eftir vætusaman dag.

Árni Björn Pálsson vann töltið í meistaraflokki á Sólfaxa frá Herríðarhóli með 8,50 í einkunn. Ungmennaflokkinn vann Jón Ársæll Bergmann á Flugu frá Hellu með 7,00 í einkunn og unglingaflokkinn vann Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum með 7,11 í einkunn.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr A úrslitum í tölti T1.

Bein útsending var frá mótinu í allan dag á vef Eiðfaxa en fyrir þá sem vilja horfa á eitthvað af sýningunum aftur er það hægt með því að smella HÉR.

A úrslit – Tölt T1 – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Sólfaxi frá Herríðarhóli 8,50
2 Jakob Svavar Sigurðsson Kór frá Skálakoti 8,00
3-4 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 7,83
3-4 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti 7,83
5 Jóhann Kristinn Ragnarsson Karólína frá Pulu 7,33
6 Ásmundur Ernir Snorrason Aðdáun frá Sólstað 7,28

A úrslit – Tölt T1 – Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Fluga frá Hellu 7,00
2 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 6,67

A úrslit – Tölt T1 – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,11
2 Apríl Björk Þórisdóttir Lilja frá Kvistum 7,00
3 Steinunn Lilja Guðnadóttir Heppni frá Þúfu í Landeyjum 6,39
4 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,33
5 Eik Elvarsdóttir Urður frá Strandarhjáleigu 6,17
6 Bryndís Anna Gunnarsdóttir Dreyri frá Hjaltastöðum 5,89

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar