Árni Björn Pálsson kynbótaknapi ársins

  • 3. desember 2023
  • Fréttir
Hrossaræktarráðstefna Fagráðs var haldin í dag

Fagráðsstefna hrossaræktarinnar fór fram í dag í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Þar voru tilnefndir kynbótaknapar verðlaunaðir auk þess að kynbótaknapi ársins var útnefndur.

Árni Björn Pálsson var útnefndur kynbótaknapi ársins og er það í sjötta sinn sem hann hlýtur þann titil. Árni sýndi alls 56 hross í 58 fullnaðardómum, meðalaldur þeirra hrossa var 6,1 ár og meðaleinkunn 8,19.

Fimm hæst dæmdu hrossinn sem Árni sýndi í ár hér á landi eru hér í töflu fyrir neðan.

Nafn Uppruni í þgf. Aðaleinkunn
Katla Hemlu II 8,79
Hljómur Auðsholtshjáleigu 8,65
Ísbjörg Blesastöðum 1A 8,57
Díva Kvíarhóli 8,54
Laufi Horni I 8,51

 

Aðrir tilnefndir voru:

Agnar Þór Magnússon
Helga Una Björnsdóttir
Þorgeir Ólafsson
Þórarinn Eymundsson

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar