Arthúr frá Baldurshaga seldur erlendis

  • 17. desember 2020
  • Fréttir

Mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Stóðhesturinn Arthúr frá Baldurshaga er seldur erlendis, þetta staðfestir þjálfari hans Teitur Árnason.

Þessi moldótti glæsihestur mun brátt prýða grundir Danmerkur, en talið er að hann fari utan á næsta ári. Kaupandi hestsins er Mads Jørgensen.

Arthúr er 9 vetra gamall, sonur Ársæls frá Hemlu og Kengálu frá Búlandi og ræktandi hans er Baldur Eiðsson en seljandi er TR hestar ehf.

Arthúr hlaut sinn hæsta dóm í vor – sköpulag upp á 8,79, hæfileikar upp á 8,64 og aðaleinkunn 8,69. Arthúr var sýndur sem klárhestur og hlaut sem slíkur 9,30 fyrir hæfileika og 9,12 í aðaleinkunn. Sýnandi var Teitur Árnasaon.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<